gstuning wrote:
True með BMW dag á mílunni,
Þetta með vifturnar er til að endurspegla daily driving , en það kemur líka þannig fram að bílinn er semsagt ekki 400hö nema við 150kmh+ þegar hann er farinn að taka inn rétt magn af lofti,
Dynos eru heldur ekki byrjun og endir á öllu sem kallast performance, heldur eru þeir notaðir til að tjúna
Ok, þú ert ekki alveg að skilja greinina sem þú varst að vitna í
Vandamálið sem þeir voru að lenda í er heat soak, þeas. uppsafnaður varmi í vélarrýminu. Þegar þetta gerist þá bregst bíllinn við með því að breyta bensínblöndunni og breyta kveikjunni. Þetta þýðir minni kraftur.
Þetta heat soak tekur smá tíma að byggjast upp. Gætir örugglega búið til þessar aðstæður með því að þenja bílinn kyrrstæðan í langan tíma eða dunda þér við að spóla í hringi við rev limiterinn.
En í öllum venjulegum akstri er þetta ekki að gerast þar sem loftflæðið er til staðar. Og það er ekkert sem segir að það þurfi að vera 150 km/h til að bíllinn skili sínu afli. Þeir þurftu viftu sem skilaði jet af 120 km/h lofti til að halda bílnum nægilega köldum í gegnum heilt dyno run þannig að hann færi ekki yfir viðmiðunarhitastigið úr road runninu í max rev.
Þetta er _ekki_ það sama og segja að bíllinn geti ekki skilað sínu afli nema við 120 eða 150 kmh!!!!!
Tökum sem dæmi - þú ert búinn að keyra, bíllinn fær sína eðlilegu kælingu og þú stoppar á ljósum í smá stund. Svo kemur grænt og þú þrykkir af stað. Aflið er þarna strax og þú þarft ekkert að fara langt yfir hundrað til að finna það. Ekkert vesen vegna þess að bíllinn er ekkert að heat soaka.
EEEEEnnnnn..... varðandi upphaflegu spurninguna frá Torfa þá held ég að hann hafi ekki haft það í huga að bíða fram á vor. Eru nokkuð skipulagðar kvartmílukeppnir fyrr en þá?
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...