Quote:
Það fer líka í taugarnar á mér að menn (ágætur stjórnandi Huga) séu að fullyrða að 316 og 318 séu ekki kraftmiklir Miðað við hvað M3,,,döhhh
Það er voðalega erfitt að skilgreina hvaða bíll er kraftmikill og hver ekki. Þetta byggist á mati og tilfinningu hvers og eins. Ef þú er vanur Suzuki Alto þá er Corolla 1300 algjört orkuver.
Það fer mikið eftir því hvað þú miðar við hvort bíll sé kraftmikill að þínu mati eða ekki. Einu sinni hélt ég að súzuki swift væri kraftmikill. Seinna skipti ég um skoðun.
Ég hef talað við menn sem töldu Toyota GTI vera mjög kraftmikla (töldu reyndar að ekkert á götunni gæti jafnað það). Þetta er ágætlega snarpur bíll en kannski ekkert snarpara en flest annað á götunni.
Þegar ég skrifaði þau orð á huga að þeir væru ekki kraftmiklir þá var ég ekki að hugsa um M3 (eða M5) sem ég tók sem dæmi þegar ég skrifaði hér.
Ég keyrði í fyrra Nissan Terrano II Turbo dísel. Mér fannst hann vita máttlaus. Eigandinn sat við hliðina á mér og var að tala um hvað hann væri kraftmikill. Mitt viðmið var kannski brenglað (aðallega V8 bensínvélar) en ég held að flestir hér inni sem á annað borð hafi keyrt þann bíl séu mér sammála.
En eins og ég sagði áður, þetta eru ágætir bílar sem eru hugsaðir fyrir ákveðinn kaupendahóp sem sættir sig við minna afl en þeir sem að kaupa 325, 328, M3 eða M5.
En ef þér finnst 316/318 vera kraftmiklir þá er það þín skoðun, sem þú hefur fullan rétt á, og ég ætla ekki að reyna að fá þig til að skipta um skoðun.
JHG