Ef það er eitthvað sem ég hef lært af 7 ára viðveru minni á þessari ágætu spjallsíðu,
þá er það að þegar talið berst að eyðslu, þá kemur bara froða hérna!!!
Man vel þegar ég keypti E39 530ia hér í den, að þá fannst mér verulega furðulegt að hann væri í 14.2ltr/100km innanbæjar.
Ekki það, að það er fullkomlega eðlileg eyðsla miðað við þyngd og notkun (enda var bíllinn keyrður sub 20k og í óaðfinnanlegu ástandi)
En á BMWkrafti töluðu menn ekki um annað en að E39 540ia eyddi bara 12.x af því að "stóra vélin þyrfti ekki að hafa fyrir neinu"
Þegar flett var í bókum framleiðanda kom í ljós að 540i er uppgefinn 17-18 innanbæjar, og það er það sem slíkir bílar eyða innanbæjar!!!
530ia hjá mér fór í 11 ef ég keyrði bílinn bara á milli hfj og miðbæjar rvk eftir sæbrautinni á c.a. 70km/klst
Þegar ég var spurður hverju bíllinn eyddi innanbæjar, datt mér ekki í hug að segja 11!! Það er bara tæpur hálfur sannleikurinn!
Einnig fékk ég í magann þegar ég var farinn að lesa og heyra að E39 dísel væri í 5-6 útá landi og 8-8.5 innanbæjar.
Eftir að hafa talað við Davíð og Hemma (sem eiga svona, og eru með þetta í höndunum alla daga) kom í ljós að sannleikurinn væri nær því að vera 10.5-11ltr innanbæjar og 8 utanbæjar
Sem er mjög gott! 3-3.5ltr á hudraðið í mismun innanbæjar, það eru nú bara 1500-2000kr í eldsneyti á hverja 100km keyrða.
En 8 útá landi, á móti 8.8-9 á bensínbílnum, það er nú ekki stóri munurinn!
Menn verða eins og áður hefur komið fram, að reikna þetta fyrir sjálfa sig! Hvað á að keyra mikið, hvar á að keyra og svo framvegis. Einnig er vinnslusvið díselsins selling point fyrir marga, og margt sem spilar inní.
Persónulega dytti mér aldrei í hug að borga 10-20% meira fyrir dísel bíl!!!
Tæki bensínbílinn anyday.
Þegar bíllinn færi að ganga skrykkjótt, þá er ég alveg tilbúinn til að punga út fyrir kertum og háspennukefli,
Langar hins vegar ekkert að kaupa mér túrbínu, olíuverk, common rail háþrýstidælu, eða spíssa.

_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,