Alpina wrote:
Ég sé það að ég hef vanmetið suma snillingana hér í innflutningi
en það eru samt td 800 km milli Hamburg og München og ábyggileg 400-500 frá Hamburg til Rotterdam + eldsneytiskostnaður og ýmis smágjöld
ferðir á staðinn ofl einnig ferðir til og frá Íslandi ofl.....
en rétt er það að Atlantsskip eru LANGODYRASTIR mér sýnist að
Bjarki ætti að snúa við blaðinu,, ég skora á hann að gera það vegna með sinni aðferð ætti hann sterka möguleika á að verða stórauðugur..
Að sjálfsögðu eru bílarnir út um allt Þýskaland !!! þannig að mis stutt//langt er að sækja þá td var minn bíll niðri við Swissnesku landmærin beint á móti Basel,,, Beinn kostnaður var eingöngu 600 EURO
þeas lest frá Hamburg og eldsneyti til baka,, vinnan var akkúrat 19 tímar
þannig að ef einhver hefur áhuga á að fljúga frá Islandi með Vinnutapi
og öllum kostnaði sem fylgir:::::::::::::VOILA
Ps ef menn hafa og/eða vilja bara fara og ná í bílinn sinn þá er það hið besta mál,, td í fríi,, enda er þetta skemmtilegt ferli að prófa einu sinni
Sv.H
Þýskaland er stórt land en það þýðir ekki að maður þurfti alltaf að fara langt til að kaupa bíl. Þegar maður er að leita að venjulegum bíl þá notar maður mobile.de/autoscout24.de og setur inn í leitarskilyrðin að leitað sé í 100-200km radíus eftir því hversu sjaldgæfum bíl maður er að leita að. Enginn fer 800km til að skoða bíl sem kannski hentar ekki það væri glapræði. Vanalega ganga bílaviðskiptin þannig að ef góður bíll er auglýstur þá hringjir maður strax og fær ýtarlega lýsingu á bílnum ástandi hans og búnaði. Ef hann uppfyllir sett skilyrði þá fer maður að kíkja á hann og þá með allt tilbúið peninga, afsal og númeraplötur ef þess þarf. Það er of tímafrekt og kostnaðarsamt að fara tvær ferðir ef hægt er að komast hjá því. Ef verið væri að leita að mjög sjaldgæfum bíl t.d. góðum e30 M3 þá myndi maður að sjálfsögðu fara lengri vegalengdir til að sækja bílinn en það væri þá sértilfelli.
Allt það sem ég sagði hér að ofan er út frá eigin reynslu ekki einhverjum sögum af netinu eða frá Sigga. Bara tekið úr eigin reiknilíkani, þetta eru tölur sem allir geta fengið að vita.
Menn eru náttúrlega mis naskir að finna út úr því hvernig best er að gera hlutina. Þetta eru mínar forsendur þær eru sannar en kannski ekkert endilega bestar.
Maður þarf ekki að fljúga til Þýskalands til að sækja bíla, í Þýskalandi búa miklu fleiri en á Íslandi. ,,Til hvers að sækja þegar hægt er að fá sent".
Ég kaupi samt bara bíla í Þýskalandi til að hafa gaman af því ekki til að verða stórauðugur. Enda er ég í skóla og það er mitt aðal.
Ég tel mig ekki vera vera snilling í því að flytja inn bíla frá Þýskalandi en ég hef þó flutt inn nokkra. Þegar seinasti bíll kom til landsins þá setti ég gefnar forsendur inn í reiknilíkanið mitt og munurinn á milli áætlunar og raunverulegs kostnaðar var aðeins 3.000 ISK.