bebecar wrote:
Þetta finnst mér nú ekki sérlega góð rök. Ég veit ekki til þess að ríkt fólk vilji að allir viti hve ríkir þeir eru, það vilja það kannski sumir.
Það er heldur ekki hægt að bera saman Corollu með auglýstu listaverði og sérpantaðann bíl.
Það skiptir reyndar ekki máli því það stendur eftir eins og ég sagði áðan að það á að ríkja trúnaður á milli seljanda og kaupanda um þessi efni, alveg sama hvort það er Corolla eða SL. Þú veit kannski hvað Corolla kostar, en þú veist ekki hvort maðurinn við hliðina á þér fékk hana á listaverði og álfelgur, sóllúgu o.s.frv. í kaupbæti nema sá sem keypti segi þér frá því.
Mér finnst það líka afskaplega grunnhyggið að halda því fram að allir ríkir vilji að vitað sé hverju þeir eyði - það er nú yfirleitt öfugt. Margir skammast sín fyrir að eyða peningum og vilja því ekki að slíkt fréttist.
Það meikar líka sense að kaupa díabló fyrir Performance, því hann hefur ágætis performance þó aðrir bílar séu betri, þetta er spurning um að vega og meta þá eiginleika sem sem þú vilt ná fram - fer ekki eftir því hvort þú ert ríkur eða ekki nema þá vegna þess að þú getur ekki keypt hann nema vera ríkur.
Alveg sammála þessu, ætlaði að fara að skrifa eitthvað svipað, en skrapp aðeins frá og þá var bara búið að skrifa það fyrir mig

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR