Það sem gerðist er það að ég var að keyra niður Fuchsröhre í hellings
umferð. Var að taka framúr bílum og þegar ég kom síðan að hægri
beygjunni fyrir Adenauer Forst þá losnaði bíllinn snögglega upp að aftan.
Bíllinn snýst og fer útaf vinstra megin við brautina út á grasið og endar
þannig að við snúum út á braut. Bíllinn snerti ekki grindverkið - vorum
alveg vissir um það ég og farþeginn.
Héldum síðan áfram og tíndum aftur upp bílana sem við vorum búnir
að taka framúr áður.
Eftir hringinn þá skoða ég bílinn að utan og það er enga skemmd að
sjá. Fannst það magnað miðað við dramað þegar þetta gerðist -
moldarmökkur, gras og drasl fljúgandi inn í bíl, etc.
Fór og fékk mér kalt að drekka og svo þegar ég skoðaði bílinn aftur þá
tók ég eftir því að það voru ummerki eftir "nudd" á afturstuðaranum
sem var splunkunýtt og ég hafði ekki tekið eftir í fyrstu.
Þannig að það sem mig grunar að hafi gerst er að einn bíllinn sem ég tók
framúr hafi ekki náð að bremsa jafn snjöggt fyrir beygjuna hafi snert
afturstuðarann þannig að bíllinn fór af stað hjá mér. Mig grunar þetta
allavega því að ég var búinn að fara vandræðalaust í gegnum þessa
beygju alla helgina.
Reyndar var bíll búinn að fara þarna útaf hring eða tveimur á undan og
eitthvað drasl á brautinni eftir hann. Það gæti hafa eitthvað með þetta
að gera en skýrir samt ekki "nuddið".
Svona eftirá er maður pínu "shaken" því að hefði þetta gerst aðeins fyrr
þá hefði maður smassað beint í grindverk

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...