saemi wrote:
Stakk þetta þig í augun?? Eða sástu ekkert athugavert??
Hvað er þetta með stafsetningu og málfræði hérna inni á spjallinu.
Maður er farinn að sjá annað hvert innlegg með svo hræðilegum mál- og stafsetningarvillum að maður skammast sín sem spjallverja. Er fólk virkilega ekkert feimið við að setja frá sér texta með villu í þriðja hverju orði? Hefur enginn sem kemur úr skóla lengur metnað til að geta skrifað rétt?
Það er skiljanlegt með þessa sem eru lesblindir og þessháttar, en það er minnihluti þess sem kemur hér inn. Hitt er einfaldlega vankunnátta og skeytingarleysi. Hvernig væri að fólk hysjaði upp um sig buxurnar og færi að æfa sig í stafsetningu í stað þess að hanga hér á kraftinum

Nei en án gríns, það er alveg hræðilegt þegar fólk getur ekki lengur skrifað og talað rétt mál. Það er ekki eins og við höfum ekki öll tækifæri í heiminum til að mennta okkur hér á landi. Hvernig getur maður tekið einstakling alvarlega og borið virðingu fyrir honum ef hann kann ekki einu sinni að tala og skrifa?
Þetta er nú bara þvímiður staðreynd með landann í heild sinni, ekki bara þetta spjallborð. Þú ættir að prófa að kíkja inná ircið, þú fengir ekki bara kláða í puttana, þú fengir hreinlega hjartastopp.
Ég verð alveg viðþolslaus við það að kíkja þarna inn, það eru ca 90% af einstaklingunum þarna inni sem eru gersamlega óskrifandi á þessu alltof flókna tungumáli.
Kanski er málið það að meðal IQ fer lækkandi meðal manna með hverri kynslóðinni, en það er allavega vitað mál að þetta er farið að smitast uppávið.
Hver kannast ekki við þessar ægilega sætu litlu gelgjur sem að geta ekki tjáð sig á annann hátt en "omg skilurru eikka eikker hæj omg dísess djók fattarru". En þá kemur annar partur inní... er þetta ekki bara farið að smitast yfir í guttana sem að stunda það að reyna að halda uppi samræður við slíkar kvennsur
Ég baaaara spyr.
En öllum verður nú á, í þreytu, djúpt hugsi eða annað, og hreinlega taka ekki eftir þessu. Ég fyrirgef nú flest sem ég les, meðan að fólk sleppir þessum gelgjutöktum.