Mér finnst nú margir hérna bara vera nokkuð duglegir þó þetta sé "ongoing process" hjá lang flestum. Þá gildir það líka dálítið að missa ekki móðinn.
Það eru menn hérna sem hafa strippað niður í grunn og byggt upp aftur bíla eins og Camaro, 944 og t.d. cabrioinn hans Sveinbjörns.
Svo eru menn sem að eru í betrumbætingum á sínum bílum eins og Jens, GStuning, Stefán, Þórður og margir fleiri... það er bara fínt.
En svo þegar kemur að uppgerð...jaaaaaa, nú veit ég ekki en ég held að margir láti sig DREYMA um að gera upp draumabílinn frá grunni. Auðvitað er það miklu meira en að segja það - persónulega myndi ég ekki tíma að eyða peningum í uppgerð á hverju sem er, en það er allt annað þegar menn hafa aðstöðu og tíma til að gera þetta að miklu leyti sjálfir.
En - á spjalli.... á netinu.... bull eða ekki bull

Hehe, það á eftir að verða erfitt að stoppa menn með bullshit police enda af NÓGU AÐ TAKA.
Allavega. Maður verður að halda í draumana sína. Það er drifkrafturinn.... og þegar einum draumi er náð þá tekur alltaf bara næsti við. Þolinmæði er eitthvað sem að þeir sem að ekki eiga sand af seðlum verða að temja sér.
Bottom line. Það virðist ALLTAF vera ódýrara að kaupa gott eintak en að laga slæmt eintak.... ég er búin að henda slatta í minn og á nóg eftir og hann er ekki einu sinni kominn í betra stand en svo að geta talist fjarska fallegur... efast reyndar ekkert um það að þetta verður endalaust verkefni þangað til ég sel hann

og ekki er það uppgerðar bíll (ég vil bara geta notað hann!!!) En stundum þá eru viðkomandi bílar t.d. ekki innan seilingar nema í slöku standi t.d. eins og E30 M3 bíllinn sem er á leið í uppgerð núna og þá má kannski látast til leiðast.