Já, þetta var mjög gaman verð ég að segja. Fyrir utan að tapa fyrir E500 bílnum í fyrsta lægsta boost- run-inu. En það var notalegt að sama skapi að taka hann í seinna run-inu
Ég var að byrja að boosta þarna í fyrsa sinn yfir 0.7 bör. Er nýbúinn að tengja air/fuel ratio mælinn í bílinn til að vera viss um að fara ekki út í of veika blöndu.
Ég á alveg eftir að fitta þetta til, þetta var allt saman tilraunastarfsemi, reyna að spyrna, fylgjast með boostinu og passa upp á mixtúruna. Ég fór upp í 0.8 bör, sýnist það hoppa aðeins í 0.9 í örstund. En samkvæmt mæli þá er hann ekki ennþá farinn að vera "lean"
Bíllinn virkar mjög vel milli 2500-5000 rpm, undir því er boostið ekki komið inn og yfir því er vinnslan ekki nógu góð. Veit ekki af hverju það er, en grunar vitlausa blöndu, of ríka þ.e.a.s.
Næsta mál er að tengja SMT og fara að mappa ásamt uppskrúfelsi í 1-1.2 bör.
En tímarnir fyrir NR 37 voru:
14.602
15.613
15.416
15.542
15.209
15.566
og vantaði þarna inn miða fyrir 1-2 run.
Mér fannst mest skrýtið hvað ég gat snúið honum lítið í upptakinu, ef ég fór yfir 2000rpm fór hann í spól í startinu. Ég missti hann í spól í fyrsta run-inu, var þá í kringum 3000 rpm.
Mesti endahraði 96,35mph = 155km/klst