Einarsss wrote:
Svolítið leiðinlegt viðhorf hér um að vilja ekki gera neitt fyrir neinn nema fá borgað fyrir það. Er eitthvað að því að hjálpa náunganum, læra eitthvað af þessu og mögulega skemmta sér og eignast nýjan vin? Menn eru ekki að tapa neinu nema tíma sem þeir myndu eflaust nota í að hanga í tölvunni

Ég get hinsvegar vel skilið að menn sem eru að vinna daglega við viðgerðir nenni ekki að dunda sér í svona verkefni pro bono.
Sammála þessu viðhorfi hjá þér Einar, alla leið!
Ég stoppaði um daginn fyrir konu á yaris með hazardinn á, hún var bensínlaus.
Fór útá bensó og setti bensín á brúsa, kom með það til hennar og helti á, lét hana svo bara hafa reikningsnúmerið mitt, og nótuna fyrir brúsa+5ltr.
Hún var svo gáttuð á því að einhver hefði aðstoðaða sig, að hún vissi ekki í hvorn fótinn hún átti að stíga, stamaði og læti.
Fékk mig til að hugsa þetta, erum við virkilega svona upptekin af sjálfum okkur, að fólk panikkar við að fá 20 mín aðstoð frá ókunngum?
Hins vegar vinn ég við bílaviðgerðir, og á 20 ára gamlan BMW og Vw sjálfur, þannig að m70 swap er alveg neðst á óskalistanum hjá mér

_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,