Ég held að þú getir alveg gleymt því að fá enhvern afslátt hjá tirerack og sparnaðurinn við sendingarkostnað verður hverfandi þar sem tirerack er að senda þessi dekk frá fullt af vöruhúsum í USA. Hver ætlar svo að borga herlegheitin þegar pöntunin er gerð? Það eru nú væntanlega ekki margir með margra milljóna limit á kortinu sínu í dag og það kostar sitt að senda pening milli landa.
Mig grunar nú að það sé vænlegra að tala við einhvern dekkjainnflytjanda á landinu og fá verð í einhverjar stærðir miðað við x fjölda dekkja sem yrðu keypt í einu.
Mig vantar a.m.k. 2ganga fyrir næsta sumar og þekki 2 aðra sem vantar 3ganga svo þetta er fljótt að verða slatti af dekkjum

Ég er nú reyndar með 5millur í heimild en myndi ekki detta í hug að blæða út fyrir þessu og þurfa svo að fara rukka fjölda manns og efast um að aðrir myndu gera það. En verð að vera sammála með að eflaust er best að halda þessu innanlands fluttningur á dekkjum í einhverju mæli er dýr því það er verið að flytja svo mikið tómarúm af því þetta er rukkað í rúmmetrum.