Ég held að JPM eigi eftir að gera góða hluti hvar sem hann er og því mikill missir af honum hjá Williams. Skrítið samt að hann komi til með að keppa næsta ár.
Hlýtur að vera hálf vandræðalegt fyrir bæði hann og liðið, t.d. ef hann klúðrar einhverju eða hleypir Raikonen of auðveldlega framhjá sér eða ámóta.
Nú er bara spurning hver kemur í staðinn. Væri ekki bara málið að næla í MS svo þeir geti nú keppt saman eins og eitt tímabil.

Ekki það samt að mér finnst litli bróðir alveg hundleiðinlegur, sérstaklega þegar hann fer að "væla" og nöldra sem hann gerir að mínu mati of mikið af. JPM aftur á móti er fínn og á eftir að batna mikið, slípast aðeins til.
En varðandi að halda með Williams-BMW þá breytist það ekkert hjá mér. Go BMW!
