Ég vil hafa góðar græjur í bílnum, fátt skemmtilegra en að bruna með gott lag í botni
Mér finnst fínt að hafa góðann bassa, síðan hækka ég bara og lækka í honum eftir því hvernig tónlist ég er að hlusta á. Stundum er ég í stuði til að hlusta á eitthvað boom boom techno og þá er fjör að hrista speglana aðeins
Yfirleitt fá menn harðari bassa með lokuðu boxi og dýpri með portuðu, en það fer svosem eftir hvernig portið er stillt eins og Jss kom inná. Það eru all nokkur atriði sem hægt er að reikna út til að finna besta boxið miðað við keilu, ég reiknaði þetta fyrir núverandi keilu einhverntímann og ætlaði alltaf að smíða alvöru box en hef ekki ennþá gert það.
Hvort menn vilji hafa hátalara afturí er smekksatriði, sumir vilja það ekki eða segja það sé óþarfi en persónulega finnst mér það skemmtilegra, sérstaklega í stórum bíl. En gott framsett með tweeterum og midrange/midbass og keila afturí getur virkað mjög vel í minni bílum. Þá getur maður líka sloppið með góðann 4 rása magnara fyrir allann pakkan.
Eitt sem ég var að spá í sambandi við upprunalega póstinn, af hverju ætlaru að kaupa þér þétti? Ef bíllinn er með þokkalegann alternator ættiru alveg að sleppa með góðum og þykkum straumköplum.