Svezel wrote:
er ennþá verið að mæla tímann með skeiðklukku?
nú vil ég ekki vera að gera lítið úr þessu fína framtaki en að voga sér að gefa upp tíma með aukastafi upp á 1/100 í sekúndu úr skeiðklukku er bara vitleysa. mannverur geta aldrei brugðist hraðar við neinu áreiti en 0.1sek og yfirleitt er þetta nær 0.2sek svo það er lágmark +-0.3sek á hverjum tíma þarna (ræsa og stoppa klukkuna)
ekki reyna að segja að það muni engu og annað svona "ég get ekki tekið neinni gagnrýni" því þetta er margsannað og menn eru t.d. felldir fyrir svona vinnubröð í eðlisfræði.
Það gera sér allir sem keyra þarna fyllilega grein fyrir því að þetta er ekki nákvæm tímataka.
Þetta gerir leikinn bara skemmtilegri að hafa einhvern viðmiðunartíma. Það er enginn að tuða yfir nákvæmninni heldur er fólk að þessu til gamans og ein skeiðklukka er miklu betri en engin.

Það að ég sé að bögga Aron með því að bæta tímann hans um 6/100 úr sekúndu er auðvitað bara til gamans gert.
Vonandi er þessi tímatökuaðferð ekki að valda því að þú mætir ekki á roadstAr.
Ef það væri aftur á móti keppni þá þyrfti annaðhvort alvöru tímatökubúnað eða að lágmarki 3 skeiðklukkur og vinsa út skakka tíma og taka meðaltal með einhverjum góðum og gildum aðferðum sem myndu ekki valda falli á prófi í eðlisfræði.
