Angelic0- wrote:
Knud wrote:
Ég var að vinna þarna upp á velli, man ekki hvort íslenska ríkið eignaðist stóra hangerinn eða hvernig staðan var á því.
Planið sem þú sýnir viktor er rampurinn, þetta er alveg ótrúlega heillandi plan.
En ég hef enga trú á því að það yrði nokkurn tímann samþykkt að halda keppni þar, því þaðan kemstu beint út á flugbrautir, væri erfitt að loka það af. Það eru svo ótrúlega öryggiskröfur gerðar þarna í kring, sem er náttúrulega eðlilegt.
Það er engu að síður gaman að láta sig dreyma
Ég sé ekki alveg hvers vegna þetta ætti að vera svona erfitt, þetta er planið sem að var notað sem bílastæði á meðan á 4júlí carnivölunum stóð og það er risastórt. Þetta er algjörlega ónotað og það ætti ekki að vera svo flókið að afmarka svæðið svo að bílar keyri ekki út á flugbrautirnar...
Það þarf bara að hnitmiða eina leið inná og útaf svæðinu og vera með klárt annað plan í nágrenninu sem bílastæði

Þetta er geðveikislega stórt svæði, alveg nokkrir staðir þar sem hægt er að keyra út á flugbrautirnar..
Ég hef samt enga trú á þessu, kannski hann sæmi flugmaður geti sagt það sem hann haldi þar sem hann ætti að þekkja þetta best, sambandi við flugvernd og þess háttar