Þetta er góð dæmisaga og skemmtilega skrifuð
Ég lennti í því átján ára (1999) að skemmileggja 5 ára gamla Hondu Civic Vti sem var þá eini af þeirri árgerð á landinu og mun verðmeiri en listaverð sagði til um. Man að ég var nýbúinn að hafna tilboði í bílinn upp á um 1290þús (bíll + peningar) en þegar kom að því að borga mér bílinn komu bara stælar og þeir vildu ekki borga meira en um 500þ.+ minnir mig.
Eftir
mikið þras og eftir að vinnuveitandi minn fyrrverandi (sem hafði smá ítök hjá þeim) hafði betlað í þeim fékk ég eitthvað örlítið meira ca. 600 þús.
Það var allt reynt. Ég fór á bílasölur og fékk útskrift á sambærilegum bílum (sem voru n.b. bara til tveimur árum eldri) og sýndi þeim það. Ég var ekki að taka með aukahlutina sem bíllinn minn var með (smekklegar breytingar og engin hrískitt

). Þetta hafði lítil sem engin áhrif og ótrúlegt að þeir geti komist upp með það að "stela" svona aleigunni af fólki
Ég átti áður en ég lennti í þessu rúmlega milljón í bílnum mínum en eftir að hafa greitt sjálfsábyrgð og sjóleiðis var eitthvað um 300 eftir.
Þetta eru oft leiðinda mál. Í lögum stendur að mig minnir t.d. að þeim beri (bara) að bæta fjárhaglegt tjón og þeim ber því ekki skylda að gera við bílinn nema þeir sjái sér hag í því.