Jss wrote:
Ég reyni að vera alltaf duglegur að hleypa fólki, sýna öðrum þá "virðingu" í umferðinni sem maður vill sjálfur njóta.
Sammála, maður er aldrei að flýta sér það mikið að það sé ekki hægt að sýna fólki virðingu. Ótrúlega oft sem maður horfir upp á fólk gefa í, þegar einhver gefur stefnuljós til að skipta um akrein, til að það komist nú EKKI fyrir framan. Og hafa alveg 0,5 metra bil í næsta bíl á 60-80 km hraða.
Attitude sem er alltof algengt í umferðinni á íslandi
"ÞÚ FERÐ SKO EKKI FYRIR FRAMAN MIG!"
Ég hef aldrei skilið svoleiðis rugl. Faðir minn keyrir svona. Það fær sko ENGINN að fara fyrir framan hann. Það verða allir að fara fyrir aftan hann. Og svo hugsar sá sem er fyrir aftan hann það sama o.s.frv... það er ekki svona erfitt að skipta um akreinar erlendis. Eða ekki hef ég lent í svona veseni í akstri erlendis.
Oft sem maður þarf að vera ákveðinn við akreinaskiptingar hérna. Því maður sér stundum á akstri gaursins á næstu akrein hvort hann mun gefa í þegar þú gefur stefnuljós eða ekki. Stundum er ég "fífl" og gef stefnuljós, sé að gaurinn byrjar að auka hraðann til að ég komist nú örugglega ekki á milli, þá fer ég samt og hann þarf að bremsa... Kannski er ég fífl, en hann hugsaði eins og pabbi.. "þessi fær sko ekki að fara fyrir framan mig"
ok, þetta átti nú ekki að vera svona langt en já..
