Kristjan PGT wrote:
drolezi wrote:
Það skiptir ekki máli þó radarinn hjá þér pípi ekki.
Það skiptir ekki máli þó engin myndavél sé í bílnum þeirra.
Það skiptir ekki máli þó þú fáir ekki að sjá vottun frá Neytendastofu.
Stendur þetta í lögum eða er það eitthvað sem "þið" hafið ákveðið?
drolezi wrote:
Neibb, í þessu dæmi var 'lögreglumaðurinn' ekki útskrifaður úr lögregluskólanum heldur var þetta afleysingamaður sem hafði aðeins fárra daga starfsreynslu.
Ert þú sem sumarlögga útskrifaður úr lögregluskólanum?
Tek það fram að þetta er ekki persónuleg áras heldur aðeins vangavelta í sambandi við svarið að ofan.
Radarvarinn er auðvitað bara eitthvað mælitæki frá þriðja aðila útí bæ eða kína sem er með öllu ómarktækt.
Eins og ég tók fram í öðrum pósti þá er þetta með myndavélar tiltölulega nýtilkomið fyrirbæri. Í gamla daga voru engar myndavélar en samt gengu dómar upp.
Þetta með vottun um löggilt mælitæki er eitthvað sem ég hef heyrt um en ég finn ekkert um að lögreglan sé skyldug til að framvísa einhverri vottun enda er það að mínu mati algert rugl
Hef spurst fyrir um það og heyrt að það sé bara ákveðin þjóðsaga eða eitthvað álíka gáfað
Væri auðvitað snilld ef einhver gæti bent mér á hið andstæða.
Sumarlöggan er ekki útskrifuð úr lögregluskólanum. Í sambandi við hæfni þeirra til að notast við radar þá veit ég ekki hvernig horft er til afleysingamanna en ég veit til þess að lögreglunemar sem starfa að sumri til hafa farið í gegnum námskeið sem gerir þá hæfa til radarmælinga. Og mér dettur ekki í hug að taka þessu sem persónulegri árás
