arnibjorn wrote:
Sko ég skoðaði þetta mjög mikið á sínum tíma þegar ég ætlaði að fara kaupa mér E30.
E30 325 m-tech II eru mjög dýrir úti, góðir bílar kosta alltaf eitthvað yfir 2000 evrur. Ég sá marga bíla sem virtust vera mjög flottir, með M-tech II kitti og kannski engum felgum og engu leðri á 2000+ evrur. Ég var alveg tilbúinn að fara kaupa þannig bíl úti og sá hefði eflaust verið slatta dýr þegar kominn heim með öllu og þar með töldu kostnaði sem fór til Smára/Georgs/osfr. sem myndi flytja bílinn þá heim. Þá ætti maður eftir að finna sér einhverjar felgur og þá yrði maður samt á bíl með engu leðri.
Það er alveg rétt að þessir bílar eru mjög dýrir og þess vegna þegar mér gafst tækifærið að kaupa bíl hérna heima á flottum felgum, m-tech II, leður, xenon.... á svipað verð og bíl án allra þessa hluta myndi kosta þá sló ég til þó svo að ég hefði jafnvel getað fengið aðeins ódýrari bíl úti þá fannst mér það ekki þess virði.
Ég sé ALLS ekki eftir þessum pening! Það er alveg klárt mál því að þetta eru snilldar bílar og mjög gaman að keyra þá.
Enn og aftur.. snilldar bílar og það eru bílar eins og Jónka bíll sem fá mann alveg til þess að ÞRÁ E30 M-tech II

Þakka þér fyrir árnibjörn
en bara svona til þess að gefa einhverjum hugmynd um hvað það kostar að flytja inn góðan 325i þá kostaði bíllinn minn, sem ég tel vera algjört toppeintak af e30 325i ef ekki það besta á landinu, yfir 2000 evrur úti í þýskalandi og það var án m-techII, án sportstóla, án rafmagns en þó með lækkun og þessum felgum
Þannig að það er alveg klárt mál að toppeintak af e30 325i í þýskalandi kostar $$$$$$$$ heim kominn, ég tala nú ekki um hvað m-techII kostar

_________________
Jónki
325i ´90 e30 M-techII
320i ´84 e30 Seldur
Vantar þig viðgerð á bílnum S:697-9021
