Nei það er ekki læst drif , drifið fór hjá mer fljótlega eftir að ég keypti hann , og verkstæðið sem eg skipti við sansaði annað drif.
Ég hef ekki mikið notað þennan bíl , s.s. hef átt hann i rúmlega 3 ár og keyrt hann kannski 13þús mílur. Hann hefur staðið meira en helminginn af tímanum sem eg hef átt hann . Hann er smá farinn að ryðga , svona puntar hér og þar en alls ekkert alvarlegt og engrir stórir blettir.
Miðstöðin hefur ekki verið i lagi í næstum 2 ár !!

það var skipt um vatnlás en það breytti engu. Það kemur bara hiti þegar hann er á góðum snúníng á ferð. Einnig er air-conditioner i honum en ekki tengd.
Mælaborðið er með eihvað sambandsleysi , hraðamælir virkar ekki og svo datt mílumælirinn út í haust og hef ég lítið sem ekkert ekið honum eftir það , max 1500-2000mílur. Hann er alveg ágætur að innan , svart leður og leður i hurðaspjöldum , og þetta basic slit á gírhnúð
Svo er held eg að hann leiði út , hann var mikið að stríða mér og gera sig rafmagnslausan. Kannski fór í gang í fyrsta , svo keyrði ég eihvað og drap á , reyndi svo að setja i gang og þá var hann dauður. Ég keypti nýjan geymi i hann , hélt kannski að hinn væri orðinn lélegur en það var ekki. Bíllinn var til friðs i nokkra daga , svo búmm! orðinn eins. Veit ekki hvort hann hleður sig eða hvað.
Annars er þetta skemmtilegur bíll og best bíll sem eg hef nokkurn timan átt

alveg sweet að keyra hann. Hann er kannski of hávaðasamur fyrir þennan ekta BMW kall , það var smíðað púst undir hann hja BJB 2.5" opið púst árið 2003 í ágúst.
kv.Siggih