Ég held að þetta sýni bara að við erum alvöru bíladellukallar sem virðast vera nokkuð fordómalausir gagnvart tegundum heldur horfum við á eiginleika bílsins sem aðalatriðið.
Mig langar ennþá í Imprezu túrbó, ég held líka ég myndi velja Bug Eye útlitið, mér finnst hann herfilega ljótur að framan en hann er smart að aftan og mér finnst hann vera meira solid þó munurinn sé ekki mikill, mér finnst reyndar þessa gamla lúkka best sem stendur en ég er viss um að ég myndi vilja hafa hann aðeins ljótari en hann er - það er eitthvað svo dónalegt við það. Wagon kæmi líka sterklega til greina.
Ég veit nú ekki hvernig aðstæður eru þar sem maður þarf að komast upp á veg og það er alveg pottþétt að Impreza kemst lengra en M5. EN M5 er ferlega góður í snjó og sá bíll sem ég hef mest traust á af þeim bílum sem ég hef átt, hann var gjörsamlega óstöðvandi innanbæja, svo óstöðvandi að ég skóflaði einu sinni framsvuntunni af í snjóskafli EN EKKI STOPPAÐI M BÍLLINN!!!
Hinsvegar hef ég lent í því að festa Imprezu svo rækilega að ég var 2 tíma að losann með bróðir mínum og pabba! Svona er það að hafa tröllatrúa á tækinu og litla reynslu

Ég hefði eftir á að hyggja ekki átt að hætta mér þangað á jeppa með lágu drifi og allt læst....