jth wrote:
Ég kannaðist ekki við "E68", googlaði það. Kemur í ljós að það eru sérnúmer f. lengri og brynvörðu týpurnar - og líka vetnisútbúnar sjöur: E68!!
Sorry með þetta stafarugl, var bara með E68 í kollinum frá konunni.
Síðast þegar ég vissi, sem var fyrir rúmlega hálfu ári, þá var E68 ekki farin að keyra. Hins vegar var komið fullt af kynningarefni í gang þar sem voru myndir af vetnissjöu að keyra út um allt. Sú sjöa gekk hins vegar bara fyrir bensíni og var því E65 með E68 útliti.
E68 á að koma á markað og verður framleidd í ca. 100 stykkjum. Bílarnir verða boðnir sem leasing (rekstrarleigubílar). Ég held að það sé búið að ráðstafa öllum þessum bílum og það eru bara einhverjir útvaldir sem fá þá, s.s. umhverfisráðherra Þýskalands og svoleiðis kallar. Held að BMW stefni svo á almenna markaðssetningu á vetnissjöu með næsta útliti, eru alla vega að vinna að því, hvað sem svo verður.
_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
