bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 19. May 2025 19:22

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 22 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Wed 20. Nov 2002 23:55 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Wed 20. Nov 2002 23:38
Posts: 476
Location: Akureyri
Sælir strákar og stelpur vona ég.

Hvar er helst að leita að t.d. framdempurum í gömlu sjöuna mína, og etv. krómbrettaköntum?

Ég þarf aðeins að taka til hendinni, var að eignast hana og vantar smotterí. Sömuleiðis þokuljósin í svuntuna og etv. fleira, t.d. plasthlíf framanvið topplúguna, ég hef góða reynslu af slíku.

Frábært að rekast á þennan vef, ég hef átt gamla BMWa meira og minna síðan 1980 og var strax viss um að ég var á réttri braut.

:D

_________________
2002 árg 1969 rip
2002 árg 1971 rallýbíll (læknabíllinn) rip?
2000CA árg 1968 í langtímahvíld.
735i árg 1980 seldur.
318i árg 1989 seldur.
540i árg 1996. Frábær vagn. Seldur.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 21. Nov 2002 00:08 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Blessaður Þórður.

Gaman að heyra af þér, ég vissi ekkert um þessa bíla. það væri gaman að fá meiri upplýsingar varðandi þessa bíla sem þú átt, og ekki sakaði ef þú ert með myndir líka.

Ég á slatta til af þessu dóti. kíktu bara á vefinn minn

www.islandia.is/smu

Dempara... sko.. mín reynsla er nú bara að setja nýja dempara í, og þá er bara spurningin hvað þú vilt. Ódýrast er sennilega að fara í Bílanaust eða eitthvað soleizz og kaupa Monroe eða svipað.

Notaða (sem ég mæli nú ekki með) á ég sennilega til.

Best er náttúrulega að kaupa Bilstein, það er original í "performance" bílum frá BMW. Næstbest er Sachs. Það er original equipment í þessum bílum. Ég er með Bilstein í bæði 635csi og 745i bílnum mínum, og mjög sáttur.

Krómbrettakanta á ég til, en þeir eru notaðir. Ef þú vilt nýja, er ráð að fylgjast með Ebay.de, ég hef séð þá vera að koma þar upp við og við á góðum prís.

Þokuljósin... kaupa ný, nema þú sért svo heppinn að finna e-r notuð, en þau eru langflest brotin á þessum gömlu bílum. hægt er að fá glerið sér, ef það er bara það sem er brotið hjá þér. Þetta eru Hella ljós.

Vona að þetta hjálpi,
Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 21. Nov 2002 00:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Sæll og velkominn. Því miður get ég ekki hjálpað þér, nema kannski benda á partasöluna Bílstart, en þessi fyrsta setning þín kom mér til að hugsa. Eru nokkrar stelpur búnar að skrá sig í klúbbinn??

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 22. Nov 2002 16:55 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 19. Nov 2002 17:14
Posts: 5
bessaður þórður ekkert yfirvaraskegg en bimmin þinn er flottur og sá rööndótti flottastur alltaf gaman að sitja í honum og aftaná þeim tvíhjóla en ég get boðið þér eingongu sprautanir slreitingar og kitt get smíðað ný braetti eftir mjög illa förnum gömlum ,dtdesign

_________________
Dt design

E-mail: dtdesign@hotmail.com
Sími: 6955713


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Varahlutir
PostPosted: Wed 04. Dec 2002 00:25 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Wed 20. Nov 2002 23:38
Posts: 476
Location: Akureyri
Sko, ég var að eignast þessar sjöur.

Þann fyrri, 735i skráður árg 1980, en er fimm gíra beinsk. sem kom ekki fyrr en 82, er mér tjáð, eignaðist ég um daginn í skiptum fyrir byssu.

Hinn, þessi 733i, 77árg. var bara með í kaupunum, vantar afturbretti og sitthvað smálegt fleira. En hann var með ÞREM krómbrettaköntum. Mig vantar semsagt hægri krómkantinn að aftan. Þessi 733i er með flottum álfelgum (390mm!!) og spoilerum að framan og aftan. Sennilega færi ég þá yfir á hinn og þarf þá einhver ljós í framspoilerinn. Annars er þetta allt í bið hjá mér núna, ég setti þann 735 bílinn inn þegar snjóaði og löggan fór að bögga mig vegna óskoðunar.

Veit einhver um 390mm dekk á eðlilegu verði?

Ég hef því miður ekki hjá mér VIN númerið af 735i en ég næ því kannski á morgun, vitiði um hvað maður getur tékkað á þessu með árgerðina?

Þessir bíll var fluttur inn 1987 og þá var oftast logið til um árgerð vegna tolla. Miðstöðvartakkarnir eru ekki snúnir, heldur þrýstitakkar fyrir allar mögulegar og ómögulegar stillingar, það breyttist einhvern tíma um þetta leyti.

Meira síðar.

_________________
2002 árg 1969 rip
2002 árg 1971 rallýbíll (læknabíllinn) rip?
2000CA árg 1968 í langtímahvíld.
735i árg 1980 seldur.
318i árg 1989 seldur.
540i árg 1996. Frábær vagn. Seldur.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: 735
PostPosted: Wed 04. Dec 2002 00:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
735 bíllinn er örugglega eftir 06/82 fyrst hann er með vacum tökkum
átti sjálfur ,,82,, 728iA

Sv.H.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 04. Dec 2002 09:36 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Velkominn á svæðið Þórður.

Það væri gaman ef þú sæir þér fært að birta myndir af og segja frá bílunum þínum nánar.

Með varahlutina get ég því miður ekki hjálpað þér, en ég fylgist vel með öllum þessum þráðum þar sem menn eru að leita þar sem ég stefni á eldri BMW í framtíðinni (eitthvað fyrir 1980).

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: 735i árg ?
PostPosted: Wed 04. Dec 2002 13:15 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Wed 20. Nov 2002 23:38
Posts: 476
Location: Akureyri
Win númerið á 735i sem er skráður árg 1980 (gott fyrir skattinn)

er

WBA66310007302483

skv. skráningarstofunni. (las ekki á bílinn sjálfan)

Ef einhver getur lesið eitthvað útúr þessu, vinsamlega gerið það og látið vita hér.

Þórður H.

_________________
2002 árg 1969 rip
2002 árg 1971 rallýbíll (læknabíllinn) rip?
2000CA árg 1968 í langtímahvíld.
735i árg 1980 seldur.
318i árg 1989 seldur.
540i árg 1996. Frábær vagn. Seldur.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Dec 2002 11:18 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Sælir Þórður.

Sko, varðandi þessa sjöu sem þú ert með. Þá er þessi bíll skráður sem 1980 árgerð, innfluttur í mai 1986. Númer innlögð síðan okt 2000.

Þegar bílnum er flett upp skv. númerinu á disk frá BMW, þá segir að þessi bíll sé 732i bíll! Ég fæ hins vegar ekki árgerðina á honum upp. Er vélin í honum með innsogsgreinum sem eru allar í 180°, eða er hann með nýrri tegundinni af manifoldi ?

Mig grunar nú bara að bíllinn sem þú sért með sé ekki original 735i bíll beinskiptur!

Varðandi vacuum takkana, þá voru allir bílarnir að mér vitanlega með þessum vacuum tökkum. það eru hins vegar 2 útgáfur. Útgáfan sem er með loftkælingu lítur svona út


Image



en þegar ekki er loftkæling er útgáfan svona:

Image



Þannig að ég myndi nú ekki segja að hann sé örugglega eftir 1982 fyrst hann sé með vacuum tökkum. Ég hef allavega séð eldri bíla með þessum tökkum, og hef aldrei séð 7-línu bíla sem eru ekki með tökkum!

Það sem breytist hins vegar 82-83 er framendinn á bílunum, ásamt afturfjöðruninni ofl.

Krómkanturinn.. ég á hann ábyggilega til. Ég á svo 390mm dekk fyrir þig á slikk, eins og þú getur séð hér á vefnum
http://www.bmwkraftur.com/spjall/viewtopic.php?t=144

Með kveðju,
Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Dec 2002 11:19 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Sælir Þórður.

Sko, varðandi þessa sjöu sem þú ert með. Þá er þessi bíll skráður sem 1980 árgerð, innfluttur í mai 1986. Númer innlögð síðan okt 2000.

Þegar bílnum er flett upp skv. númerinu á disk frá BMW, þá segir að þessi bíll sé 732i bíll! Ég fæ hins vegar ekki árgerðina á honum upp. Er vélin í honum með innsogsgreinum sem eru allar í 180°, eða er hann með nýrri tegundinni af manifoldi ?

Mig grunar nú bara að bíllinn sem þú sért með sé ekki original 735i bíll beinskiptur!

Varðandi vacuum takkana, þá voru allir bílarnir að mér vitanlega með þessum vacuum tökkum. það eru hins vegar 2 útgáfur. Útgáfan sem er með loftkælingu lítur svona út


Image



en þegar ekki er loftkæling er útgáfan svona:

Image



Þannig að ég myndi nú ekki segja að hann sé örugglega eftir 1982 fyrst hann sé með vacuum tökkum. Ég hef allavega séð eldri bíla með þessum tökkum, og hef aldrei séð 7-línu bíla sem eru ekki með tökkum!

Það sem breytist hins vegar 82-83 er framendinn á bílunum, ásamt afturfjöðruninni ofl.

Krómkanturinn.. ég á hann ábyggilega til. Ég á svo 390mm dekk fyrir þig á slikk, eins og þú getur séð hér á vefnum
http://www.bmwkraftur.com/spjall/viewtopic.php?t=144

Með kveðju,
Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: 735
PostPosted: Thu 05. Dec 2002 18:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Soggreinin sem SAEMI er að tala um er annað hvort 180° eða
að ég held ,, Z folge,, sem er önnur,, eða nýrri útgáfa af soggreinum sem
BMW notaði á M-30,,, t.d. notaði ALPINA öfugt inntak á B-10 BITURBO
þ.e.a.s. loftið fór ,, hinum meginn inn í gegnum soggreininna..

Sv.H.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Dec 2002 21:19 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Image

gömul... var á gömlu 3.2L og fyrstu 3.5 vélunum


Image

nýrri... eins og á M30 vélunum frá c.a. 81 og uppúr


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: soggrein
PostPosted: Fri 06. Dec 2002 06:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Vel gert SAEMI.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 06. Dec 2002 08:49 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Gaman að sjá þessar myndir... það eru svipaðir takkar á miðstöðinni hjá mér, er það þá vacum???

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 06. Dec 2002 10:16 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Já.. ég hélt að allir hefðu séð þetta ... :roll: Gott mál að þetta kemur að gagni :)

Ég er ekki viss um takkana hjá þér Ingvar. Ég bara veit ekki hvernig kerfi er í nýrri bílunum, hvort það er rafmagn eða hvað. Þetta Vacuum dæmi er svolítið sérstakt skohh..

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 22 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 21 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group