Forsaga þessrar áskorunar er sú að ég fór með bílinn minn í skoðun í dag og í barnaskap mínum ákvað ég að láta filmurnar halda sér í fram hliðar rúðunum. Að sjálfsögðu fékk ég endurskoðun og hefði látið þar við sitja, nema hvað að konan mín var með í för og var hún hreint ekki sátt.
Hún heimtaði svör frá manngarminum sem skoðaði bílinn okkar. Hann var svo sem alveg sammála okkur með það að þessar reglur væru úreltar, enda hefur margt og mikið vatn runnið til sjávar síðan menn voru að klína rauðum Bílanaust filmum í Escortana sína með tilheyrandi lofbólum og veseni. Þær filmur voru þannig að þú sást lítið sem ekkert í gegnum þær, svipað eins og að horfa í gegnum flöskubotn. Nú er þetta orðið svolítið mikið annað mál. Filmurnar í dag eru orðnar það fullkomnar og vinnan í kringum þær unnar af fagmönnum.
Er ekki komin tími til að að fara pressa á endurskoðun þessarar reglugerðar?? Ég fór létt yfir lítinn hluta reglugerðana um bifreiðar inná
http://www.reglugerd.is og var ekki búinn að skoða mig lengi um þegar ég sá strax eina reglugerð sem er þverbrotin hvað eftir annað af flutningabílstjórum landsins.
Auka háljósker: Ljósker skulu tengd öðrum háljóskerum og kvikna skal á þeim samtímis áskildum háljóskerum eða um sérstakan rofa.
Þegar um er að ræða tvö pör aukaháljósa mega þau ekki loga samtímis. Þegar skipt er af háljósum á lágljós skulu öll háljósin slokkna samtímis. Aukaháljós skulu staðsett framar en ökumaður. Að öðru leyti gilda sömu ákvæði og um áskilin háljósker.
Hvernig er það þegar flutningabílarnir eru að aka þjóðvegina í myrkri með átta pör af aukaháljósum logandi samtímis??
Ég er samt ekki að fordæma notkun þeirra á kösturum því að þeir auka öryggi bílstjórana og annara vegfaranda með réttri notkun.
En þetta er örugglega ekki eina reglugerðin sem er brotin hvað ofan í annað vegna þess að hún er orðin löngu úrelt.
Nú legg ég það til að við tökum okkur saman og pressum á endurskoðun eftirfarandi reglugerðar.
Óheimilt er að þekja framrúðu og hliðarrúður sem eru framar en bak ökumannssætis í öftustu stöðu að hluta til eða alveg með litarefnum eða plasthimnu.
Með von um góðar undirtektir.