bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 24. May 2025 22:43

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 21 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Mon 27. Feb 2006 16:11 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Fri 17. Feb 2006 18:14
Posts: 107
Nú er ég að spá og spekúlera um möguleg kaup á M5 frá Þýskalandi og var að velta fyrir mér hvað er eðlilegt verð fyrir 1999 - 2002 árgerð sem er í topp standi og keyrður ekki meira en 90.000 km.

Er að sjá bíla frá svona 15.000 EUR (tel það nú vera grunsamlega lítið) og upp í miklu hærri fjárhæðir. Margir þó á um 25.000 til 30.000 EUR (sumir með vat reclaimable). Það sem ég er eiginlega að velta fyrir mér er þetta: eru 30.000 EUR (og svo er vat reclaimable) fyrir t.d. 2002 árgerð keyrðan um 90.000 grunsamlega lág tala, eða er hún nokkuð eðlileg?

Það má einnig orða þetta svona: hvernig gott eintak af M5 fæ ég fyrir 30.000 EUR (árgerð, akstur, útbúnaður)? Svo væri VAT reclaimable (þannig að nettó upphæðin væri lægri en 30.000 EUR).


- E


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 27. Feb 2006 18:13 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 16. Nov 2002 04:45
Posts: 860
Location: Reykjavík
Þú ert að fá alveg klassabíla fyrir 30.000 euro frá DE.
Tek hérna tvö dæmi af mobile.de
http://www.mobile.de/cgi-bin/da.pl?sr_q ... 197453454&
http://www.mobile.de/cgi-bin/da.pl?sr_q ... 195746506&

_________________
Siggi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 27. Feb 2006 23:10 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Fri 17. Feb 2006 18:14
Posts: 107
Ætti maður að reyna eftir fremsta megni að kaupa af BMW Niederlassung ..... (þetta eru BMW umboð í Þýskalandi, ekki rétt) eða bara af hverjum sem er?

Þ.e.a.s. getur maður verið öruggari með að fá betri bíl frá þeim (yfirfarinn, búið að gera við það sem þurfti, o.s.frv.)?


- E


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 27. Feb 2006 23:52 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
Ég held að það sniðugasta sem þú gætir gert í þessum málum væri að fá mann í þetta fyrir þig. Held að smári taki 135k fyrir og það eina sem þú þarft að gera er að leysa hann út og borga.

_________________
E53 X5 4.4i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 27. Feb 2006 23:57 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Fri 17. Feb 2006 18:14
Posts: 107
Mun ekki standa í þessum innflutningi sjálfur. En ég er ekki vanur því að kaupa bíla án þess að sjá þá fyrst. Er að reyna að kynna mér þetta eins vel og ég get og sjá hvað ég get gert til að tryggja að vel gangi að velja bíl ef maður fer út í þetta.

Það borgar sig að vita sem mest, þó svo að á endanum treysti maður á einhvern specialist eins og Smára til að hjálpa sér.


- E


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 28. Feb 2006 00:00 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
Eggert wrote:
Ég held að það sniðugasta sem þú gætir gert í þessum málum væri að fá mann í þetta fyrir þig. Held að smári taki 135k fyrir og það eina sem þú þarft að gera er að leysa hann út og borga.


Ég held að það sé ekki málið. Burtséð frá því hvernig bíllinn er verslaður
úti og hvernig hann kemst heim, verður að finna bíl úti. Oftast Láta þeir
félagar mann bara scouta netið og finna bíl sem manni líst á. Einnig vill
væntanlegur kaupandi eitthvað um það segja hvaða bíl hann kaupir ;)

Aðalatriðið er væntanlega hvað er skynsamlegt verð fyrir bíla á þessu
aldursbili og keyrslubili. Einhverjir hér hafa flutt inn svona bíl og gætu
því miðlað af reynslu sinni, hvað er raunsætt og skynsamlegt verð fyrir
svona bifreið.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 28. Feb 2006 10:26 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Góð regla er að kaupa bíl sem er á miðjum verðskalanum yfir ákveðna árgerð. Oftast nær eru ódýrustu bílarnir ódýrari af ástæðu :)

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 28. Feb 2006 15:25 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Fri 17. Feb 2006 18:14
Posts: 107
Hve nákvæm hefur reiknivélin hér á Kraftinum reynst?

Einnig, með þetta VAT reclaimable dæmi. Hvernig gengur þetta fyrir sig? Þ.e.a.s. eru öll gjöld reiknuð á fullt verð, og svo fær maður endurgreiðslu að utan og getur maður svo fengið endurgreiddan tollinn og vaskinn?



- E


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 28. Feb 2006 15:36 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
Reiknivélin hefur verið að reynast mönnum mjög vel og oftast er hún mjög nákvæm. Það var umræða um þetta hér fyrir stuttu.

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... eikniv%E9l

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 28. Feb 2006 15:56 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
e_b wrote:
Hve nákvæm hefur reiknivélin hér á Kraftinum reynst?

Einnig, með þetta VAT reclaimable dæmi. Hvernig gengur þetta fyrir sig? Þ.e.a.s. eru öll gjöld reiknuð á fullt verð, og svo fær maður endurgreiðslu að utan og getur maður svo fengið endurgreiddan tollinn og vaskinn?



- E


Það sem vantar inní reiknivélina er 1,5% trygging sem reiknast ofan á
kaupverð bílsins og er (að ég held örugglega) reiknað inní tollverð.

Einnig er 90.000 kr. flutningskostnaður raunhæfur í dag.
Ath. að gengið í reiknivélinni er sótt dag hvern til seðlabankans, og er
aðeins til viðmiðunar því í innflutningi er notast við tollgengi.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 01. Mar 2006 03:06 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Fri 17. Feb 2006 18:14
Posts: 107
Datt nú í hug að athuga með M3 bíla líka. Vitið þið hvernig M3 (tveggja dyra) eru í sölu hérlendis?

Hef séð tvo M3, árgerð 2004, ekna um 20.000 km, fyrir um 24.000 EUR (svo er VAT reclaimable). Spurning hvort það teljist ágætis verð fyrir vel með farin, nýlegan, lítið keyrðan M3?


- E


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 01. Mar 2006 03:13 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
E46 M3 fæst bara tveggja dyra fyi

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 01. Mar 2006 06:25 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 16. Nov 2002 04:45
Posts: 860
Location: Reykjavík
e_b wrote:
Datt nú í hug að athuga með M3 bíla líka. Vitið þið hvernig M3 (tveggja dyra) eru í sölu hérlendis?

Hef séð tvo M3, árgerð 2004, ekna um 20.000 km, fyrir um 24.000 EUR (svo er VAT reclaimable). Spurning hvort það teljist ágætis verð fyrir vel með farin, nýlegan, lítið keyrðan M3?


- E


Held að þetta sé óraunhæft verð fyrir M3 ´04.
Þú hefur ábyggilega verið að skoða "fake" auglýsingar.
Sýnist flestallir M3 ekki vera undir 35.000 euro og þá erum við að tala um ´03 árg.

_________________
Siggi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 01. Mar 2006 08:09 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Fri 17. Feb 2006 18:14
Posts: 107
Hmmm... gott að vita.

Skrítið hvað það virðist annars lítið úrval af M3 á mobile.de m.v. M5.



- E


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 01. Mar 2006 08:29 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
basten wrote:
e_b wrote:
Datt nú í hug að athuga með M3 bíla líka. Vitið þið hvernig M3 (tveggja dyra) eru í sölu hérlendis?

Hef séð tvo M3, árgerð 2004, ekna um 20.000 km, fyrir um 24.000 EUR (svo er VAT reclaimable). Spurning hvort það teljist ágætis verð fyrir vel með farin, nýlegan, lítið keyrðan M3?


- E


Held að þetta sé óraunhæft verð fyrir M3 ´04.
Þú hefur ábyggilega verið að skoða "fake" auglýsingar.
Sýnist flestallir M3 ekki vera undir 35.000 euro og þá erum við að tala um ´03 árg.
Svoooooooo rétt. Þetta eru bull auglýsingar :)

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 21 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 30 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group