Sprangus wrote:
ég veit að það er hrúa til sölu hér á landi..
en það er bara svo svakalegur verðmunur hér og úti í þýskalandi..
7.800 EUR er rétt undir 600þús
getur fengið fínann M5 fyrir rúma eina til 1.5 millu í þýskalandi, sem kostar hér 4-5 millur
þekki líka mann í þýskalandi sem getur skoðað og komið honum heim fyrir mig.
þakka þeim sem nenna að svara

Þó svo að þú sjáir sett á bíl hér á landi 4-5 kúlur, þá er ég viss um að þú getur fengið hann á 3-4 stgr.
Eins og staðan er á Íslandi í dag, þá eru ekki margir sem geta staðgreitt 3-4 kúlur, en þú þarft að geta það ef þú ætlar að flytja inn svona bíl frá Þýskalandi. Hér á landi vilja svo til allir fá bílinn með bílaláni, borga 500 kall út og svo 50 á mánuði.
20.000 EUR bíll, sem er svona c.a. lágmark sem þú þarft að borga fyrir sæmilegan M5, er hingað komið 2.738.765 ISK án þóknunar eða kostnaðar við að ná í bílinn.
Segjum 3 með kostnaði. Þá ertu kominn nálægt því sem hægt er að miða við í raunveruleikanum.
Ef þú átt pening til að leggja út fyrir þessu og ert tilbúinn til að taka sénsinn og láta einhvern kaupa bíl fyrir 1.5 milljón úti og senda heim, then go for it. Ég myndi hins vegar aldrei treysta neinum nema sérfræðing í þessum málum til að ganga frá svona díl fyrir mig, því ef þú kaupir gallaðan bíl þá græðir þú lítið á því að ná bílnum inn fyrir 3 millur með bilað VANOS eða eitthvað þess háttar. Þá verður bílllinn kominn í 4 millur þegar upp verður staðið.
Bottom line má segja að sé þetta.
Þú getur sparað þér svona 300-700 þús á 3-4 milljón króna bíl með að flytja hann inn. Þá verður þú líka að fjármagna dæmið og taka sénsinn með að þú sért að fá góðan bíl.
It often sounds too good to be true..... and so it often is!