Þrátt fyrir að nýr þristur komi næsta vor þá selst sá gamli enn mjög vel. Hann var önnur söluhæsta gerðin í Þýskalandi í október og það seldust 22,2 % fleiri þristar í október í ár en í fyrra. Yfir allt árið er þó minnkun á sölu um 16,9 %. Fimman hækkar sig úr 14. í 5. sæti yfir söluhæstu gerðir í október og var með 57,8 % aukningu miðað við sama mánuð í fyrra og 39,5 % miðað við árið í fyrra. BMW ásinn er 23. söluhæsta gerðin, X5 er í 36. sæti og X3 í því 43. Samtals er BMW þriðja söluhæsta tegundin í Þýskalandi á eftir Volkswagen og Mercedes með 10,6 % markaðshlutdeild. Athyglisvert er að söluaukningin í október síðastliðinn miðað við október í fyrra er 56 % sem ótrúlegt. Ef miðað er við allt árið þá er aukningin 10,5 %. Það er því greinilegt að BMW er að gera góða hluti í heimalandinu.

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
