bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 22. May 2025 22:27

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 
Author Message
PostPosted: Mon 01. Nov 2004 22:29 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 18. Apr 2004 22:26
Posts: 316
Location: Ísland
Í síðasta blaði, Heft 22, voru alls engar BMW fréttir. Í þessu heftir er hins vegar allt fullt af þeim. Þetta er því lengra en áður, vona að einhver nenni að lesa þetta

BMW þristurinn

Forsíðufréttin að þessu sinni er um nýja þristinn. Í byrjun mars byrjar nýtt tímabil hjá BMW, gamli þristurinn hverfur á braut, sá nýi kemur. Mikilvægustu nýjungarnar eru meira pláss, meiri kraftur og nýtt útlit.

Það hafa verið smíðaðir 2,9 milljón þristar síðan 1998. Næsta vor hættir E46 og E90 tekur við 5. mars 2005. E46 er síðasti BMW-inn í klassísku línunni svokölluðu. Nýi bíllinn er hins vegar ekki eins framúrstefnulegur og aðrir BMW-ar sem hafa komið undanfarið. Að framan má sjá smá áhrif frá ásnum og að aftan smá frá fimmunni. Hönnuninni var haldið íhaldssamri en án þess að hún væri “leiðinleg”.

Lengd nýja þristsins er 4,52 m, fimm cm lengri en áður og hann er átta cm breiðari. Bil á milli ása 2,76 m, 3,5 cm lengra en áður. Rýmið aftur í er næstum jafn mikið og á gömlu fimmunni. Bíllinn hefur ekki þyngst, er frá 1395 kg (320i) og að 1525 kg (330i). Þetta er góður árangur, sérstaklega af því það er ekkert ál notað í boddýið, aðeins stál. Boddýið á að vera 25% stífara og enn öruggara í árekstrum en áður.

Hvað varðar innanrýmið er fyrirmynd fimmunnar fylgt, einfalt og simmetrískt. Grunngerðin er ekki með i-Drive en ef leiðsögukerfið er pantað kemst maður ekki hjá því. Bílnum er startað með starthnappi. Nýtt í aukahlutalistanum er t.d. sjálfvirk opnun (aflæsing) á hurðum, surround Hi-Fi kerfi og öflugri loftkæling með mismunandi stillingum fyrir bílstjóra, framsætisfarþega og aftursæti. Framfjöðrunin er úr áli. Eins og í fimmunni og sexunni er boðið upp á “Active Lenkung” sem breytir hlutfallinu á milli stýri og hjóla eftir því á hvaða hraða er ekið og réttir bílinn af við neyðarbremsun.

BMW eru ekki þekktir fyrir að spara undir vélarhlífinni. Sá sem splæsir í 6 strokka vél fær nýja vél frá grunni sem eru töluvert aflmeiri en núverandi vélar. Ekki nóg með það, þær eru töluvert léttari og sparsamari en áður. Vélahúsið er úr magnesíum, og er þetta í fyrsta skipti sem vél í fjöldaframleiðslu er úr þessu efni. Vélar sem í boði verða til að byrja með eru 320i, 325i, 330i og 320d. Allar þessar vélaútgáfur eru standard 6 gíra beinskiptar og 6 þrepa sjálfskipting kostar auka. Fleiri vélar bætast við í framtíðinni, 6 strokka bensínvél, 2,2 l og 192 hö og 6 strokka dieselvélar 2,5 og 3,0 l. Haustið 2005 kemur Kombi (Touring) en Coupé og Cabrio koma ekki fyrir 2007. Bestu fréttirnar eru að verðin eiga ekki að breytast mikið.

Helstu tæknilegar upplýsingar:
.........................320i.........................325i...........................330i............................320d
Vél:...................4 cyl. 1995 cc...........6 cyl. 2497 cc...........6 cyl. 2996 cc...........4 cyl. 1995 cc
Afl:....................110 kW (150 hö)......160 kW (218 hö)......190 kW (258 hö)...120 kW (163 hö)
Tog:.................200 Nm/3600 sn.....250 Nm/2750 sn.....300 Nm/2500 sn.....340 Nm/2000 sn
Þyngd:.............1395 kg..................1490 kg...................1525 kg...................1490 kg
0-100 km/klst....9,0 sek....................?............................6,3 sek....................8,3 sek.
Eyðsla:...............7,4 l/100 km...........?.............................8,7 l/100 km..........5,7 l/100 km
________________________________________________________________________

BMW M5 vs. Mercedes CLS 55 AMG

6, 8, 10 – öðruvísi talning en maður á að venjast. 1984 kom fyrsta M fimman. Upphaflega útgáfan var með 3,6 l, 6 strokka línuvél og 284 hö. 14 árum og 116 hö síðar fór BMW í 8 strokka deildina. Nóg? Ekki nálægt því! Undir áhrifum frá Formúlu 1 var V10 vélin hönnuð. Í bílnum er svipuð skipting og Schumi II vinnur með. Mismunandi stillingar skila 400 eða 507 hö. Takkinn til að stilla á milli er við hliðina á DSC og EDC tökkunum. Það vantar bara “Radio” takkann til að hafa samband við pittinn. Fræðilega séð er hægt með tökkunum og i-Drive að stilla inn 271 mismunandi stillingar. 271. stillingin er “launch control”, hröðunarstilling með sjö þrepum. Skipting á milli gíra tekur 150 millisekúndur og það er á hitaþolmörkum kúplingarinnar. Með þessu móti er M5 með V10 vélinni 4,7 sek í 100 km/klst.

Mercedes CLS 55 AMG er nákvæmlega jafn lengi í hundraðið. Hann er ekki með neitt “launch control”, bara að stíga bensínið í botn. Hann er með fimm þrepa sjálfskiptingu og er aðeins 0,7 sek. lengur í 200 km/klst. en M5. Sem sportbíll er Mercedes-inn langt frá M5. Fjögurra dyra Coupé bíllinn sem byggður er á E-klassanum hefur heldur enga sögu en V8 vélin sem er í honum því þá heldur. Þessi sportlega AMG vél með 5,5 l rúmtaki er í dag í 14 mismunandi bílum frá 360 hö til 626 hö. Í CLS er 476 hestafla útgáfan sem er í E 55AMG. Strax undir 2700 sn/min er togið, þökk sé kompressor, 700 Nm.

Í fullum AMG skrúða, með 19” felgum og fjórum púströrum er bíllinn næstum 2 tonn. Bíllinn er takmarkaður við 250 km/klst en ætti að geta náð 320 km/klst. CLS AMG er einnig með handskiptimöguleika en það er sjaldan þörf á því. Bílstjóranum líður vel í rafstilltu, vellyktandi leðursætunum. Loftpúðafjöðrun er staðalbúnaður og er hún aðeins stífari en í E 55 AMG. Þó að CLS-inn sé stilltur á sportlegustu stillingu sem heitir “Sport 2” þá er hann samt mýkri en M5 er í “komfort” stillingu. Ekkert nýtt fyrir Mercedes. Nýtt er hins vegar góð handling og góð stýring.

Þrátt fyrir góða stýringu er ennþá betri stýringin í M5. M5 vill láta keyra sig sportlega. DSC er stillt þannig að afturendinn er aðeins laus áður en stýringarnar grípa inn í. Þetta er mjög mikilvægt. Sport stillingin er samt aðeins fyrir harða karla með sterkt bak sem finnst gaman að fá högg í átt við Mike Tyson frá bílnum. M5-inn verður hins vegar ekkert mikið sneggri en CLS 55 AMG fyrir vikið.

Aftur að “Freude am Fahren”. BMW hefur loksins tekist að láta SM skiptinguna skipta sér vel í sjálfskiptiham. En alvöru M5 bílstjórar skipta sjálfir. Ef hugsað er aðeins um bílinn sjálfan er erfitt að segja hver sé betri og hver sé verri. Samt er annar knappur sigurvegari. CLS-inn vinnur þrátt fyrir að vera töluvert dýrari. Munurinn kemur vegna einfaldari notkunar, meiri þæginda og mun minni eyðslu. M5-inn býður hins vegar upp á fleiri stillimöguleika sem eflaust verður eftirsóknarvert á næstu 20 árum.

Niðurstaða:...............Mercedes CLS 55 AMG.......BMW M5
Boddýið (100)............................73.......................82
Notkun (50)...............................44.......................42
Akstursþægindi (100)..................87......................78
Vél og drifás (100)......................77......................71
Akstursöryggi (100)....................81.......................85
Bremsur (50).............................50......................49
Umhverfi (50)............................22......................21
Kostnaður (100).........................81......................85
Samtals (650)...........................515....................513

1. Mercedes: Einföld notkun og minni eyðsla, það eru litlu hlutirnir sem gefa CLS sigurinn. Tilfinningin fyrir aflinu og þægindunum tryggir honum sigurinn.
2. BMW: Með hinum nýja M5 er akstursánægja forritanleg. Öfluga V10 vélin, eldsnögga SM skiptingin og frábærir aksturseiginleikar eru grunnur að sigri sportbílsins.

Helstu tæknilegar upplýsingar:
.........................BMW M5.................... Mercedes CLS 55 AMG
Vél:...................V10..............................V8
Afl:....................373 kW (507 hö).........350 kW (476 hö)
Tog:...................520 Nm við 6100 sn....700 Nm við 2650 sn
Þyngd:...............1835 kg........................1960 kg
0-100 km/klst......4,7 sek......................4,7 sek
0-200 km/klst......14,8 sek......................15,5 sek
Eyðsla í prófun:...16,8 l/100 km.............15,3 l/100 km
Grunnverð:.........86.200 EUR................96.164 EUR


Aukagrein: M-Drive

Loksins aftur takkar! BMW notar nú aftur takka eftir að í sjöunni var aðeins hægt að stilla bílinn í gegnum i-Drive. Í nýja M5 eru sjö mismunandi takkar sem hægt er að nota til að stilla til bílinn. Númer eitt er “Power” takkinn. Hann skiptir á milli 400 hö og 507 hö. Númer tvö er DSC takkinn. Hann stillir til stöðugleikakerfið. Aðeins í i-Drive er hægt að stilla á “M Dynamic Mode”. Þá er DSC stillt þannig að það grípur ekki inn í fyrr en mjög seint og aðeins í neyðartilfellum. Þannig er hægt að slide-a. Númer þrjú er EDC takkinn. Hann stillir demparana á þrjá mismunandi vegu, komfort, normal og sport eða frá bærilega þægilegu og að óþolandi hart. Fjórði og fimmti takkinn stilla hversu hratt SMG skiptir. Aðeins ef slökkt er á DSC er hægt að nota 6. takkann sem er fyrir “launch control”. Sjöundi takkinn er svo minnistakki “M” sem bílstjórinn getur forritað sína uppáhalds stillingu með.
________________________________________________________________________

BMW 320Cd Cabrio

Þetta er fyrsti diesel blæjubíllinn frá BMW. Hann ber heitið 320Cd og kostar 36.450 EUR. Hann er 150 hö og er með fjögurra strokka, tveggja lítra, Common Rail dieselvél með beinni innsprautun. Hingað til hefur þessi vél aðeins verið í boði fyrir fjögurra dyra bílinn og Coupé. Ekki er hægt að rugla þessum bíl við sportbíl. Hann er fyrst og fremst til að keyra og stoppa sjaldan til að tanka. Hann er 1680 kg, 100 kg þyngri en 318Ci Cabrio bíllinn sem er ca. jafn kraftmikill. Undir 2000 sn/min virkar vélin kraftlaus en þar fyrir ofan gerist fyrst eitthvað. Bíllinn er ekki of hávær, lágt dieselhljóð heyrist en maður nýtur hins vegar vélarhljóðsins ekki. Útblásturslykt finnur maður ekki. Fyrir þá sem til þekkja geta menn séð á púströrinu að þetta er diesel, það er beygt niður en er beint út á bensínbílunum. Hin þunga vél gerir það að verkum að bíllinn er þungur á vegi og liggur vel. Hann er aðeins fáanlegur með 6 gíra beinskiptingu. Ekki er búið að ákveða hvort 204 hestafla 330Cd Cabrio verði framleiddur. Vélin úr 535d verður ekki boðin í núverandi þristi vegna þess að það er ekki pláss í vélasalnum en e.t.v. verður hún í boði fyrir næsta Cabrio sem kemur sennilega 2007. Sú ákvörðun mun byggja á hvernig þessum dieselblæjubíl mun seljast. BMW vonast til að þessi vél muni ná 15% af sölunni á blæjubílnum. Spurningin er hvort það gengur eftir því það er hægt að fá Audi A4 Cabrio með 6 strokka dieselvél fyrir sama verð.

Helstu tæknilegar upplýsingar:
.........................BMW 320Cd
Vél:...................4 strokka diesel
Afl:....................110 kW (150 hö)
Tog:...................330 Nm við 2000 sn
Þyngd:...............1680 kg
0-100 km/klst......9,7 sek.
Eyðsla................6,3 l/100 km
Grunnverð:.........36.450 EUR
________________________________________________________________________

Stórt bremsutest er á milli nokkurra bíla úr ýmsum flokkum. Hitt og þetta er prófað. BMW 120d er eini BMW-inn í þessu prófi og kemur svona allt í lagi út. Niðurstaðan er eftirfarandi:
1. Porsche Carrera S
2. Audi A6 3,2 FSI
3. VW Golf 1,6
4. Mercedes A200 CDI
5. BMW 120d
6. Ford Focus C-Max 1,8
7. Opel Astra 1,6
8. Toyota Prius
9. Smart Forfour 1,5
Það helsta sem sett er út á ásinn og það sem dregur hann niður er að þegar bremsað er með missleipt undirlag undir hjólunum þarf að berjast töluvert við stýrið til að halda honum réttum. Þetta gerir það að verkum að bremsuvegalengdin verður lengri í þessu prófi. Annars eru bílarnir settir í fjögur mismunandi próf. Áhugasamir geta haft samband ef þeir vilja vita meira um þetta.
________________________________________________________________________

Í september seldi BMW 35,7% fleiri bíla en í sama mánuði í fyrra. Audi og Mercedes töpuðu hins vegar sölu á milli ára (Mercedes -16,9% og Audi -8,6%). Þristurinn var fjórða söluhæsta tegundin í september, fimman sú 10. söluhæsta, ásinn kemur nýr inn í 26. sæti, BMW X5 er í 45. sæti og X3 í 50. sæti af þeim 50 tegundum sem eru á listanum. Samtals er BMW 4. söluhæsta tegundin í Þýskalandi í september með 8,3% markaðshlutdeild.

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 01. Nov 2004 22:37 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Fanta skemmtileg lesning og bara THUMBS UP fyrir þetta, leiðinlegt samt hvað mercinn kemur vel út í þessum prufunum, en það er svosem aldrei að marka þetta :wink:

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 01. Nov 2004 22:45 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Algjör snilld hjá þér og frábært framtak! Mjög gaman að lesa þetta!

:)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 01. Nov 2004 22:52 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Það er í raun ekki svo einfalt að fá bensann til að stingast í 100km á 4,7sek

því að ef of mikið er gefið inn þá mun hann bara spóla gefandi að hann sé ekki að notast við spólvörn til að hindra það,,

Eins og alltaf þá er það ekki alltaf upphröðun sem segir alla söguna,
ef þessir risa strákar myndu takast á á braut hvor myndi vinna,
hverju væri auðveldara að stýra , hvor er í raun sportlegri en hinn

Ég keypti 3 tímarit þegar ég fór til englands um daginn, þar voru allir sammála um að nýji M5 bíllinn væri kóngur ofur sedan bifreiða eins og svo oft áður, Þar vildu menn Motorsports einnig meina að það væri ekkert tengt á milli formúlu vélarinnar og þessarar,
og í raun væri það M5 vélin sem væri meira meistarastykki heldur en hin því að hún þarf að endast 200.000km án þess að hiksta á meðan hinn þarf bara 1.5tíma

Það munar 66% á rúmmtaki
og 87% á hestöflum
en það munar 666 sinnum á áætluðum endinga tíma vélarinnar(66600%)
Það kalla ég góða verkfræði :)

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 01. Nov 2004 23:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Kudos fyrir skemmtilega lesningu :D

Djöfull er M5 og CLS snöggir í 200!!!! 14.8 og 15.5sek er bara geðveiki 8)

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 01. Nov 2004 23:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Held þeir séu svipað snöggir eins og minn upp í hundrað ;)

hehe segi svona :)

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 02. Nov 2004 04:53 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 29. Nov 2002 17:49
Posts: 316
Location: NY
Snilld Nökkvi - AMS þýðingarnar hjá þér eru stórgóðar! :king:

Nökkvi wrote:
Munurinn kemur vegna einfaldari notkunar, meiri þæginda og mun minni eyðslu


Afakerran - 476 hestafla afakerra ;)
Jaaahérna - mun minni eyðslu! Á sama tíma og það voru að heyrast raddir um að AMG ætluðu að fara alfarið yfir í NA vélar, m.a. út af óhóflegri eyðslu!

gstuning wrote:
Það er í raun ekki svo einfalt að fá bensann til að stingast í 100km á 4,7sek því að ef of mikið er gefið inn þá mun hann bara spóla gefandi að hann sé ekki að notast við spólvörn til að hindra það


Alveg pottþétt - en besta tíma hans (m/spólvörn) er hægt að endurtaka aftur og aftur og aftur....þetta hendist bara áfram á brute force.

Miðað við allar lýsingar á höggunum sem eiga sér stað í "Launch Control" í M5 trúi ég ekki öðru en að það verði ákaflega takmörkuð ábyrgð á drifbúnaði í bílnum ef menn nota þetta mikið. Kæmi mér ekki á óvart ef það yrði hart þak á fjölda skipta sem hægt væri að nota þetta áður en ábyrgð (á a.m.k. kúplingu) rennur út. Gott ef það var ekki miðað við 6 LC-run á E46 M3 og SMG2.

_________________
Jóhannes


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 02. Nov 2004 08:10 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 18. Apr 2004 22:26
Posts: 316
Location: Ísland
gstuning wrote:
Það er í raun ekki svo einfalt að fá bensann til að stingast í 100km á 4,7sek því að ef of mikið er gefið inn þá mun hann bara spóla gefandi að hann sé ekki að notast við spólvörn til að hindra það.

Það er nú að sjálfsögðu spólvörn enda ekki annað hægt með öll þessi hestöfl. Það er hins vegar ekki "launch control" sem þarf að stilla inn sérstaklega eins og á M5. Það þarf ekki að stilla inn neina takka, bara stíga á bensínið.

gstuning wrote:
Eins og alltaf þá er það ekki alltaf upphröðun sem segir alla söguna, ef þessir risa strákar myndu takast á á braut hvor myndi vinna, hverju væri auðveldara að stýra , hvor er í raun sportlegri en hinn

Alveg satt, M5 myndi sennilega rústa CLS AMG á braut. En það er hins vegar staðreynd að fæstir kaupa þessa bíla til að keyra á braut, flestir nota þetta sem fjölskyldubílinn. Í þessu tilfelli er Mercedes einfaldlegt að takast að búa til ofursnöggan fjölskyldubíl á meðan BMW einbeitir sér meira að að búa til sportbíl sem fjölskyldan getur verið í líka.

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 02. Nov 2004 10:45 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Alltaf jafn gaman að lesa þýðingarnar hjá þér. Gargandi snilld. :D

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 40 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group