bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 22. May 2025 22:18

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 
Author Message
 Post subject: Vetrardekk
PostPosted: Thu 28. Oct 2004 18:33 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Thu 28. Oct 2004 18:25
Posts: 1

Er að reyna að kaupa góð vetrardekk undir BMW minn. Skilst að allir mæli með loftbóludekkjum þessa dagana, en mér finnst þeir ansi dýrir um 70-80 þús settið hjá ormsson. Mig vantar 16" 205-225/50-55 dekk og langaði að athuga hvort einhver vissi svona cirka hvort það sé hægt að fá ódýrara en þetta, og einnig hvort mikill munur væri á nelgdum og loftbóludekkjum í verði. Hvar annars staðar er hægt að kaupa vetrardekk?
annars allar uppl vel þegnar
Bimma


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 28. Oct 2004 18:52 
mér skildist á nesdekk að þeir ætluðu að bjóða 205/55/16 yokohama loftbólur á ca 13-15kall stk.


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 28. Oct 2004 19:30 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 18. Oct 2004 08:54
Posts: 74
Location: Reykjavík
...ég myndi mæla með ónegldum í vetrardekkjum, er á svoleiðis á mínum og þau hafa reynst vel 8)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 28. Oct 2004 19:34 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Ég fékk ofur-góðan díl hjá Nesdekk núna um daginn, það var að vísu 4 dekk sem voru búin að vera þarna lengi. Fékk ganginn á 30 kall.

En 205/65 ættir þú að geta fengið á svona 10þús kall. Þá eru það fín dekk, BF gúddritszj eða e-ð svoleiðiss.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 28. Oct 2004 22:45 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Nov 2003 21:57
Posts: 598
Location: Reykjavík
Ég fór nú bara í Vökuportið í fyrra. Vantaði felgur og þeir áttu einhver "noname" dekk á 7500 kall stykkið. Ný.

Þar sem það var byrjað að snjóa og ég var kominn heill á húfi þangað uppeftir að sækja felgurnar, þá smellti ég mér bara á þau. Fínar túttur. Nánast óslitnar eftir einn vetur.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 28. Oct 2004 23:11 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Ég var að kaupa glæný Yokohama Iceguard (IG721) 205/55R16 hjá Nesdekk í dag á 64þ ca. með vinnu (og BMWKrafts afslætti!). Þetta er svipað verð og Óskar er að tala um, dekkin voru á tæpar 15þ. stykkið.

Það er auðvitað ekki komin mikil reynsla á þau hjá mér eftir hálfan dag en ég eltist við snjó og hálku í dag og í því sem ég fann steinlá bíllinn. Hann snarbremsar í snjó og hálku, svínliggur í beygjum og að gefa á fullu inn í snjó og hálku bara virkar! Þau eru líka mjög hljóðlát, eiginlega svo hljóðlát að maður fer ósjálfrátt að velta fyrir sér hversu lengi/stutt þau eiga eftir að endast... :?

Samanburðurinn við útúrslitnu sumardekkin er auðvitað ekki til umræðu, þetta er svo allt annað líf. :lol:

Ég á örugglega eftir að pósta update á þessi dekk þegar ég er kominn með meiri reynslu á þau. En so far þá get ég ekki annað en mælt með þeim.

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 28. Oct 2004 23:36 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 06. Nov 2003 15:38
Posts: 5953
Location: Akranes
Nesdekk er málið, fékk mér heilsársdekk hjá þeim í haust á ótrúlegu verði.

_________________
Image
E30 - 325iC - 323iA - 320i - 318iS
E21 - 320
Honda CBR600 F2 Streetfighter


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 29. Oct 2004 10:03 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sat 15. Nov 2003 21:20
Posts: 104
Keypti Bridgestone Blizzak loftbóludekk í fyrra og þau virka mjög vel. Frábært að losna við naglaglamrið. Eina skiptið sem þau klikkuðu var í frekar nýföllnum snjó með glerhálku undir. Þá hefði verið gott að hafa nagla til að rífa sig af stað. Annars gef ég þeim góða einkunn.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 29. Oct 2004 11:07 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 06. Jul 2004 13:58
Posts: 70
Location: Mosfellsbæ
Ég er á þessum hérna

http://www.1010tires.com/Goodyear_Eagle ... tires.html

ALLRA bestu dekk sem þú færð! Eru GEÐVEIk í snjó, hálku, bleytu og þurru.

Minnir að hekla sé að selja þessi dekk á ekkert alltof mikið


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 25 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group