Ég var að kaupa glæný
Yokohama Iceguard (IG721) 205/55R16 hjá Nesdekk í dag á 64þ ca. með vinnu (og BMWKrafts afslætti!). Þetta er svipað verð og Óskar er að tala um, dekkin voru á tæpar 15þ. stykkið.
Það er auðvitað ekki komin mikil reynsla á þau hjá mér eftir hálfan dag en ég eltist við snjó og hálku í dag og í því sem ég fann steinlá bíllinn. Hann snarbremsar í snjó og hálku, svínliggur í beygjum og að gefa á fullu inn í snjó og hálku bara virkar! Þau eru líka mjög hljóðlát, eiginlega svo hljóðlát að maður fer ósjálfrátt að velta fyrir sér hversu lengi/stutt þau eiga eftir að endast...
Samanburðurinn við útúrslitnu sumardekkin er auðvitað ekki til umræðu, þetta er svo allt annað líf.
Ég á örugglega eftir að pósta update á þessi dekk þegar ég er kominn með meiri reynslu á þau. En so far þá get ég ekki annað en mælt með þeim.