bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 22. May 2025 22:24

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 
Author Message
PostPosted: Thu 16. Sep 2004 19:02 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 18. Apr 2004 22:26
Posts: 316
Location: Ísland
Nýjasta Auto, Motor und Sport var að koma inn um lúguna og mér datt í hug að deila með ykkur svona helstu BMW fréttunum úr stærsta bílablaði Þýskalands.
______________________

BMW M5

Aðal BMW fréttin í þessu hefti er Fahrbericht á nýja M5 bílnum. Þetta er ekki full prófun á honum en samt nokkuð ítarleg grein.

Blaðamanni finnst í þegar hann sest fyrst upp í bílinn og startar með venjulegum lykli (enginn starthnappur hér) hægagangurinn vera þíður. Að taka af stað rólega er lítið mál og því er bíllinn líka góður í í stop and go umferð. Þrátt fyrir háan snúning vélarinnar er aldei hávaði inni í bílnum en fyrir utan hljómar hann hins vegar mjög aggressívur. Hröðunin er alltaf jöfn og það koma aldrei neinir kippir á ákveðnum snúningi, bara fullt og nóg af afli. Sjö þrepa skiptingin var þróuð frá grunni til að vera SMG sem er ólíkt fyrri SMG skiptingum. Sá sem áður hafði efasemdir um sjálfskiptingar sannfærist við þessa prófun. Búið er að stytta skiptitímann mikið. Það er hægt að skipta um gír með stöng í miðjunni eða með tökkum í stýrinu. Þrátt fyrir góða sjálfskiptingu er samt sportlegra að skipta sjálfur.

Til þess að komast að því hversu snöggur M5 er í 100 km/klst. velur maður sjálfvirka startprógrammið: Slökkva á DSC, halda gírstönginni fram, gefa í botn, sleppa gírstönginni :shock: Þá skilar M5 nákvæmlega réttum skammti af snúningi til afturhjólanna og skiptir um gír á réttum stöðum. Að ná svona starti með kúplingu á beinskiptum bíl er aðeins fyrir atvinnumenn. Það eru þrjú prógrömm fyrir vélina: P400 (400 hö og throttle valve ekki alveg opinn), P500 (500 hö og throttle valve alveg opinn og fljótari svörun) og P500 sport (það er meira en þeir segja ekki hvað!). DSC spólvörnin getur verið stillt á normal, slökkt eða sport. Í sport fær afturendinn að leik aðeins lausari hala en passar samt að bíllinn leiti ekki of mikið á hlið þegar verið er að drifta. Demparana er hægt að stilla á komfort, normal eða sportlega stíft. Hægt er að geyma alla vega eina uppsetningu í minni sem kallað er á með einum takka í stýrinu. Í komfort stillingu er bíllinn ótrúlega þægilegur og hljóðlátur miðað við sportfjölskyldubíl af þessari getu.

Blaðamaður nennir ekki að telja upp allan listann sem er gott við þennan bíl en nefnir mjög góðar bremsur og góða neutral stýringu. Við fyrstu kynni fullkominn bíll. Og að lokum, af því V-10 vélin þarf allt það loft sem hægt er, er ekki hægt að fá þokuljós!

Tæknilegar upplýsingar (þær helstu)
Þyngd: 1830 kg
Dekk: 255/40ZR19 framan, 285/35ZR19 aftan
Afturhjóladrif með læsingu
V-10, 4999 cm3
Bore and stroke: 92,0 x 75,2 mm
Þjöppun: 12,0 : 1
373 kW (507 hö) við 7750 sn/min.
520 Nm við 6100 sn/min
0-100 km/klst.: 4,7 s
Hámarkshraði: 250 km/klst.
Eyðsla: 14,8 l/100km
Verð frá aðeins: 86.200 EUR

_____________________________________

BMW 535d

Önnur nokkuð stór grein er um nýja 535d.

535d er í raun ekki rétt því vélin er bara 3,0 l. 530d nafnið er hins vegar frátekið fyrir venjulegu 3ja lítra dieselvélina sem er 218 hö. Munurinn er “Variable Twin Turbo”. Tvær túrbínur eru í bílnum, sú minni fyrir lágan snúning, báðar vinna á meðal snúning og sú stærri fyrir snúning fyrir ofan 2500 og skilar allt að 1,8 bar í þrýsting. Vélin er 272 hö og 560 Nm við 2000 sn/min. (530d er 500 Nm). Með svona tölum fyrir dieselvélar verða bensínbílar í framtíðinni bara fyrir sérvitringa sem vilja ekkert annað. Til sönnunar, 3ja lítra bensínvélin frá BMW er “bara” 231 hestafl. Þessi vél brýtur öll lögmál, m.a. með því að vera 14 hö aflmeiri en 4ra lítra V8 diselvélin frá BMW.

Sjálfskipting verður staðalbúnaður og þá væntanlega 6 þrepa. Engir dauðir punktar eru í upptakinu við að taka af stað, bíllinn lifnar við rétt ofan við hægaganginn. Bíllinn togar svo mikið að maður trúir því ekki að þetta sé bara 3ja lítra vél og bíllinn sé 1,8 tonn. Óvenjulegt fyrir dieselvél er líka að vélin snýst allt að 5000 sn/min. Hröðunin er 0-100 á 6,8 sek og 0-160 á 16 sek. Áður þurfti maður að eiga Shelby Mustang til að ná þessum tölum! 200 km/klst er lítið mál og ef gefið er í þá fæst ennþá hröðun. Bíllinn er mjög hljóðlátur, við 100 km/klst. mælast aðeins 61 dB og við 140 km/klst. 67 dB. Eyðslan er skv. verksmiðju 7,5 l/100km sem er heilum líter yfir 530d. Við prófunina var eyðslan hins vegar 10,2 l/100 km. Nokkuð gott samt fyrir stóran bíl sem kemst á 250 km hraða.

BMW hefur alltaf rukkað fyrir mikinn kraft og svíkur okkur heldur ekki núna. 535d kostar 8000 EUR meira en 530d en sjálfskiptingin er reyndar staðalbúnaður í 535d.

Tæknilegar upplýsingar:
6 cyl línudieselmótor með tveimur túrbínum, 2993 cm3
200 kW (272 hö) við 4400 sn/min
560 Nm við 2000 sn/min (meira en M5 :shock: )
Hámarkshraði: 250 km/klst.
0-80 km/klst: 4,6 sek
0-100 km/klst: 6,8 sek
0-160 km/klst: 16,2 sek
Bremsuvegalengd úr 100 km/klst. (kaldur/heitur): 40/41 m
Eyðsla í prófun: 10,2 l diesel
Verð frá aðeins: 49.300 EUR

_________________________________

Aðrar BMW fréttir í blaðinu:
Smá pistill um að hægt verði að kaupa M pakka fyrir ásinn. Kemur væntanlega á markað næsta vor. Í pakkanum verða m.a. nýir fram- og afturstuðarar, lækkun, 18” felgur (breiðari að aftan), leðurstýri, sportsæti o.fl. Verð ekki komið.

Z4 er að fá meiri samkeppni, Volkswagen ætlar að setja á markað roadster eftir 3 1/2 ár sem verður með V6 vél í miðjunni og afturhjóladrifinn. Farangursgeymslan verður í húddinu. Svo kemur nýr Audi TT 2006.
___________________________________

Vona að einhver hafi gaman af þessu en ég lofa engu með að gera þetta reglulega. Sjáum til hverju maður nennir. Svo ef einhver vill vita meira þá er bara að hafa samband.

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Sep 2004 19:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Flott framtak, get ekki beðið eftir að skoða þessa bíla.

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Sep 2004 20:04 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 29. Nov 2002 17:49
Posts: 316
Location: NY
Glæsileg skrif! :king:

Þetta komment er auðvitað algjör snilld - ég er búinn að sjá marga þræði á m5board þar sem menn hafa verið að velta f.sér hvar þokuljósin væru, og hvort að þau kæmu í endanlegu pródúktinu. :lol:
"...af því V-10 vélin þarf allt það loft sem hægt er, er ekki hægt að fá þokuljós!"

Gaman að heyra af x35d vélinni - verðlagning á henni verður mjög spennandi. Ef minnið svíkur mig ekki eru 3ja lítra bensín og díselvélar á mjög svipuðu, ef ekki sama verði - og nú kemur fram að sterkari díselvélin verði um 8k evrum dýrari!!
Þessi vél á eftir að verða hreinasta snilld, og verður ábyggilega til þess að eyða leigubílaímynd díselbíla 8)

Eyðslan á díselvélinni verður að teljast góð f.svo aflmikla vél - ræddu Þjóðverjarnir eitthvað um mengun? (Er BMW að spila þessari vél út á kostnað eyðslu og mengunar til þess eins að sýna sportlega díselvél - eða býður hún hagstæða mengun eins og aðrar nýrri kynslóðar díselvélar?)

_________________
Jóhannes


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Sep 2004 20:11 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Mon 19. Apr 2004 02:07
Posts: 2645
Location: á M5 á hlið eða í læknis leik með systur þinni
jth wrote:
(Er BMW að spila þessari vél út á kostnað eyðslu og mengunar til þess eins að sýna sportlega díselvél - eða býður hún hagstæða mengun eins og aðrar nýrri kynslóðar díselvélar?)


ég held það ég meina ´þessar dísel vélar frá BMW eru bara snilld og svo maður gleymir ekki ásnum hva 2L dísel í honum er að skila góðum tölum vá :D mér líst feitt vel á þetta Disel BMW Power 8)

_________________
Þórður Finnbogi
GSM:663-2524

BMW M5 E39 1999 veðlaus :D
BMW 316i E36 1999 kraftlaus
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Sep 2004 20:31 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
[quote="jth"]Glæsileg skrif! :king:

Þetta komment er auðvitað algjör snilld - ég er búinn að sjá marga þræði á m5board þar sem menn hafa verið að velta f.sér hvar þokuljósin væru, og hvort að þau kæmu í endanlegu pródúktinu. :lol:
"...af því V-10 vélin þarf allt það loft sem hægt er, er ekki hægt að fá þokuljós!"

Gargandi snilld! :)

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Sep 2004 20:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Frábært framtak, hafði mjög gaman af að lesa þetta, hefði tekið töluvert lengri tíma að lesa þetta á þýskunni. :oops:

Mátt endilega endurtaka þetta ef aðrar skemmtilegar/áhugaverðar greinar koma í blaðinu. ;) :D

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 17. Sep 2004 07:39 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 18. Apr 2004 22:26
Posts: 316
Location: Ísland
jth wrote:
Eyðslan á díselvélinni verður að teljast góð f.svo aflmikla vél - ræddu Þjóðverjarnir eitthvað um mengun? (Er BMW að spila þessari vél út á kostnað eyðslu og mengunar til þess eins að sýna sportlega díselvél - eða býður hún hagstæða mengun eins og aðrar nýrri kynslóðar díselvélar?)


Það var nú ekki rætt beint um mengun enda frekar lítil prófun á 535d. Hef samt trú á að þessi vél uppfylli EURO 4 staðalinn sem allir eru að keppast við í dag að ná. Það er samt erfitt fyrir dieselvélar nema að vera með Partikelfilter (sótagnasía???) en það getur vel verið að þessi vél sé með þannig búnaði.

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 17. Sep 2004 08:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
Brill og skemmtileg lesning!

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 19. Sep 2004 16:15 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 12. Jul 2004 20:02
Posts: 68
Location: Rock City
Fínt framtak :wink:

Var að horfa á e-h konar sjónvarpsútgáfu af þessu testi hjá Auto Motor und Sport núna rétt áðan á VOX og hljóðið úr bílnum er alveg svaðalegt... bæði að aftan og framan.

Þeir voru að keyra hann á fullu á þröngum fjallavegum og það var virkilega flott að horfa á þetta tekið innan úr bílnum. Innréttingin var nú líka alveg til að slefa yfir... ljóst leður og parkett á mælaborðinu (kannski ekki það sportlegasta en virkilega glæsilegt).

Eitthvað voru þeir síðan að tala um að þyngd bílsins gefi fyrirheit um M5 CSL... hefur einhver heyrt eitthvað meira um það?


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 9 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group