jth wrote:
Það gefur augaleið að vélartölvan heldur utan um alla notkun á bílnum, og hefur gert töluvet lengi. T.a.m. er hægt að sjá hversu mikið bílnum hefur verið
ekið yfir redline mörkum, að mig minnir bæði mest í einstakt skipti og svo heildartími yfir redline.
Hér í BNA var þetta grimmt notað til að klekkja á E46 M3 eigendum þegar að vélar þeirra sprungu, þ.e.a.s. að bílasölur/umboðsmenn sögðust vera með það "svart á hvítu" að vélin hefði verið sett í "óleyfileg" snúningsmörk. Það gefur augaleið að úr þessu urðu endalausar málsóknir, a.m.k. þangað til að BMW innkallaði bílana, gerði við / skipti út pörtum og framlengdi ábyrgð á vélunum sérstaklega.
Hér virðast þeir því vera að skýla sér fyrir vandamálum af þessu tagi með því að gera fólki þetta ljóst fyrirfram, þ.e.a.s. að gera fólki það ljóst að það sé búnaður sem fylgist með notkun (misnotkun) .
Klausan sem fylgdi E46 M3 bílunum var eitthvað á þá leið að "Launch Control" mætti einungis nota takmarkað, en hvergi var útlistað hvað mætti skilja sem takmarkaða notkun - BMW NA hafði komið sér upp þægilegri "fallhlíf" þar!
En enn sem komið er finnst mér klausan um HUD búnaðinn merkilegust, þ.e.a.s. að gögnin þar
"laggi" á eftir raunverulegum mælingum! Hef leitað að þessu t.d. á roadfly.org þar sem menn eru með þennan búnað í 545 en ekkert fundið enn...
P.S. Kudos fyrir ítarlega tilvitnun Eggert

Eitt hérna sem mín litla baun er ekki að skilja. "Ekið yfir redline mörkum", slær þessi vél ekki út í ákveðnum snúningi? Er þetta eitthvað sem slítur vélinni eitthvað ógurlega? Ég hélt mig vissan um að BMW myndi ekki leyfa vélunum að snúast í það háan snúning að það myndi koma niður á vélunum innan skamms, en ég er auðvitað ekkert allsfróður um BMW, ég var bara svo viss um að allar svona dýrar vörur væru idiot-proof.
Það hlýtur að vera á E60 einsog er á E39 að það er ljós á snúningsmælinum sem segir hversu hátt má snúa vélinni eftir hversu köld hún er hverju sinni, sem að sjálfsögðu hverfur þegar vélin er orðin heit.
Getur einhver útskýrt nánar?
Einnig, vitiði hvað gerist í vélinni þegar ýtt er á þennan takka sem á að gefa 107 bhp í viðbót við þessi 400 sem fyrir eru?
Svona það fyrsta sem manni dettur í hug er að tölvan leyfi vélinni að éta meira bensín, bensíndælan dælir eflaust eitthvað meira, jafnvel opnast pústið eitthvað(líkt og á 3000GT VR4), og hvað, snýst kveikjan jafnvel einhverjar gráður?
Spyr sá sem ekki veit
