bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 22. May 2025 22:12

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 28 posts ]  Go to page Previous  1, 2
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Wed 08. Sep 2004 12:21 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 18. Apr 2004 22:26
Posts: 316
Location: Ísland
Kull wrote:
Tók þessar myndi á safni í Munchen í fyrra.

Image



Þetta er 12 cyl vélin sem var síðan breytt þannig að hún getur bæði keyrt á bensíni og vetni og er í E38 sjöunni. Við breytinguna varð hún töluvert aflminni, man ekki alveg tölurnar. Það eru nokkrir svona bílar til, á bilinu 10 til 20, og eru þeir allir í eigu BMW og á Münchenarnúmerum. Þeir eru búinir að fara út um allan heim í kynningarskyni. Það er vetnisstöð á flugvellinum í München þar sem þeir geta tankað (og eflaust á fleiri stöðum) og eru/voru þeir m.a. notaðir til að keyra fyrirfólk frá flugvellinum og niður í borgina. Nokkrir voru á vetnissýningu í München 2001 og gat maður fengið bíltúr í þeim, þó ekki að keyra sjálfur :wink: .

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 08. Sep 2004 12:52 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
já mig minnir að vélin hafi verið eitthvað rétt undir 300hp eftir breytinguna. Þá átti að vera hægt að keyra 600km á benzíni og 300km á vetni á E38 bílnum allavega!

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 08. Sep 2004 13:21 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jul 2004 13:39
Posts: 1099
Location: Sønderborg, Danmark
kúl þá er ekki hæg að kvart yfir eyðsluni þegar maður er með 12cyl :lol:

_________________
Merkur(sierra) xr4ti


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 08. Sep 2004 14:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Þegar ég var á Frankfurt sýningunni þá var BMW að sýna graf af hestaflatölum fyrir Vetnis vélar,
áætlaði um 50% auka power á næstu árum með hjálp túrbó

Þá verður vetnis bíll kraftmeiri en sambærilegur bensín bíll

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 08. Sep 2004 21:11 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Tue 15. Apr 2003 00:55
Posts: 974
gstuning wrote:
Þegar ég var á Frankfurt sýningunni þá var BMW að sýna graf af hestaflatölum fyrir Vetnis vélar,
áætlaði um 50% auka power á næstu árum með hjálp túrbó

Þá verður vetnis bíll kraftmeiri en sambærilegur bensín bíll


Enda er líka margfallt meiri orka sem losnar úr læðingi þegar kveikt er í vetni heldur en í bensíni


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 08. Sep 2004 23:03 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 05. Apr 2004 22:19
Posts: 82
mig minnir reyndar endilega að hafa lesið að sprengikraftur fljótandi vetnis sé jafn sprengikrafts bensíns.. :?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Sep 2004 00:14 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Tue 15. Apr 2003 00:55
Posts: 974
Friðrik wrote:
mig minnir reyndar endilega að hafa lesið að sprengikraftur fljótandi vetnis sé jafn sprengikrafts bensíns.. :?


Það að er ekki rétt. Vetnið brennur margfalt hraðar en bensín og þennst marfalt meira út við bruna og er þar af leiðandi öflugra.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Sep 2004 12:02 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Mon 19. Apr 2004 02:07
Posts: 2645
Location: á M5 á hlið eða í læknis leik með systur þinni
O.Johnson wrote:
Friðrik wrote:
mig minnir reyndar endilega að hafa lesið að sprengikraftur fljótandi vetnis sé jafn sprengikrafts bensíns.. :?


Það að er ekki rétt. Vetnið brennur margfalt hraðar en bensín og þennst marfalt meira út við bruna og er þar af leiðandi öflugra.


sweeet :D :P

_________________
Þórður Finnbogi
GSM:663-2524

BMW M5 E39 1999 veðlaus :D
BMW 316i E36 1999 kraftlaus
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Sep 2004 12:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Þegar vetni er orðið algengt, þá geri ég Vetnis conversion á M vélinni minni, hello MEGA POWER ;)

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Sep 2004 12:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
gstuning wrote:
Þegar vetni er orðið algengt, þá geri ég Vetnis conversion á M vélinni minni, hello MEGA POWER ;)


Það er prófessor við HÍ sem gerði svona tilraun, breytti vél til að ganga fyrir vetni. Þetta var fyrir um 10 árum síðan ef ég man rétt. Nokkuð kúl project.

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Sep 2004 12:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
Tekið af vísindavefnum:

Vetni og efnarafalar: Vetni er algjörlega hreinn orkugjafi og hægt er að nota það sem eldsneyti á brunahreyfla og efnarafala. Vetni hefur þann galla að erfitt og kostnaðarsamt er að geyma það. Við venjulegar aðstæður er það í gasformi og því rúmfrekt, en til að breyta því í vökvaform þarf annaðhvort mjög lágt hitastig eða háan þrýsting. Efnarafalar (e. fuel cell) eru tæki sem nota til dæmis vetni og súrefni til raforkuframleiðslu. Þetta gerist þannig að við samruna vetnis og súrefnis myndast raforka sem síðan er flutt með leiðara upp í rafgeyma. Raforkan er síðan notuð til að knýja bílinn líkt og um rafbíl sé að ræða. Með notkun efnarafala fæst mun hærri nýtni en þegar vetni er brennt í brunahreyfli.

Erlendis er algengast að vetni sé framleitt úr jarðgasi en einnig er hægt að gera það með rafgreiningu vatns; sú leið hefur þó verið dýrari til þessa. Hugmyndir eru uppi um að nota hér á landi raforku sem framleidd er úr endurnýjanlegum orkulindum, vatnsafli og jarðhita, til að framleiða vetni sem orkugjafa og gera Ísland þar með að fyrsta vetnissamfélaginu í heiminum.

Ef við hugsum okkur það dæmi að allur bílafloti landsins yrði knúinn vetni sem notað væri á efnarafala eins og lýst var hér að framan, má áætla hve mikla raforku þyrfti til framleiða það vetni sem til þarf með rafgreiningu. Orkuinnihald vetnis er um 143 MJ/kg og orkuinnihald bensíns 44 MJ/kg. Miðað við þær forsendur að nýtni hefðbundins bensínhreyfils sé 21% og nýtni efnarafala sé 42,5% má reikna út að í stað þess bensíns og dísilolíu sem við notum (190 þúsund tonn) þyrfti um 29 þúsund tonn af vetni árlega.

Til að framleiða eitt kg af vetni með rafgreiningu þarf 53 kWh af raforku. Því þyrfti um 1.530 GWh til að framleiða vetni fyrir allan bílaflotann. Til samanburðar má geta þess að heildarvinnsla raforku hér á landi árið 2000 nam 7.679 GWh, sem er fimmföld sú raforka sem þarf til vetnisframleiðslunnar. Ætla má að til að framleiða þessa raforku þyrfti virkjun sem er um 220 MW, eða álíka stór og Hrauneyjafossvirkjun.

Á tilsvarandi hátt má reikna út að til að framleiða vetni á efnarafala fyrir skipaflota landsmanna þyrfti um 2.700 GWh á ári eða 380 MW virkjun (olíunotkun 232 þúsund tonn og nýtni núverandi véla 30%). Til að framleiða vetni sem fullnægði orkuþörf bæði bíla- og skipaflotans þyrfti því um 4.200 GWh af raforku á ári eða 600 MW virkjun. Þetta er álíka stór virkjun og fyrri hluti fyrirhugaðrar Kárahnjúkavirkjunar.

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Sep 2004 18:18 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 18. Apr 2004 22:26
Posts: 316
Location: Ísland
jonthor wrote:
Það er prófessor við HÍ sem gerði svona tilraun, breytti vél til að ganga fyrir vetni. Þetta var fyrir um 10 árum síðan ef ég man rétt. Nokkuð kúl project.


Það er kannski misminni hjá mér en sprakk ekki einhver vetnisvél sem einhverjir hérna á Íslandi voru að prófa. Gott ef það var ekki bara þessi tilraun.

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 10. Sep 2004 06:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
Nökkvi wrote:
jonthor wrote:
Það er prófessor við HÍ sem gerði svona tilraun, breytti vél til að ganga fyrir vetni. Þetta var fyrir um 10 árum síðan ef ég man rétt. Nokkuð kúl project.


Það er kannski misminni hjá mér en sprakk ekki einhver vetnisvél sem einhverjir hérna á Íslandi voru að prófa. Gott ef það var ekki bara þessi tilraun.


LOL, Palli Vald var ekkert að minnast á það við mig þegar ég var að tala við hann um þetta.

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 28 posts ]  Go to page Previous  1, 2

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 14 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group