bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 22. May 2025 12:58

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 5 posts ] 
Author Message
 Post subject: BMW 520iw E34
PostPosted: Sat 03. Jul 2004 18:01 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
Sælir drengir...

Það var verið að bjóða mér í skiptum þennan E34 bíl (ég er að selja Benz). Það eru nokkur atriði sem eru ekki í lagi á þessum bíl og ég ætlaði að athuga hvort ég fengi einhver tips uppúr ykkur. Þetta er '91 árgerð og er bara mjög sprækur þrátt fyrir mikinn akstur. 293.000 km sýnir mælirinn og var þetta víst einhverntímann leigubíll.

1. Málið er að sjálfskiptingin er í einhverju fokki. Ég get sett hann manually í 2. 3. og 4. og þanið einsog vitleysingur, en þegar ég er með hann í Drive þá má ekkert þenja hann í 2. gír því annars hrekkur hann í einhvern svona safety gír. Þá kemur mynd af tannhjóli í mælaborðið og það verður að drepa á bílnum í svona hálfa mínútu og þá fer allt back to normal. Veit einhver hvað þetta getur verið ? Það er ekkert mál að keyra bílinn í Drive eins lengi og 2. gírinn fær ekkert högg á sig þegar maður er að þenja og hún skiptir sér.

2. Hvað kosta hjólalegur að aftan á svona E34 og er erfitt að skipta um þær ?

3. Það er farin að banka undirlyfta í vélinni að hans sögn. Hún lét aðeins heyra í sér á köflum og þetta er ekki svo þægilegt hljóð. Svo ég spyr: Er eitthvað trikk til að ná þessu banki úr eða verður að rífa vélina í sundur og skipta um undirlyftuna ?

4. Fyrir hvað stendur BMW 520iw ? Ég hef aldrei séð þetta 'w' áður. Þetta stóð nú ekki aftan á bílnum en gaurinn sagði þetta vera 'w' týpu. :roll: Og fyrst þetta er '91 árgerð, hvað heitir vélin ? Er þetta M20 ?


Með fyrirfram þökk fyrir öll möguleg svör. :wink:
Eggert.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 03. Jul 2004 19:44 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sun 27. Jul 2003 20:34
Posts: 297
Location: 101
Meinti hann ekki bara iA?

Þessi síða segir að M50 vélin hafi komið í 520 árið 1990

_________________
Helgi Páll Einarsson


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 03. Jul 2004 22:53 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
Jú, þetta er líklega þá M50. En þessi gaur vissi grenilega ekkert um þetta, því það er ekki til neitt sem heitir 520iw... eins fyndið og það nú er. Ég hringdi í Sveinbjörn og hann talaði mig af þessu.. þessi bíll er bara rusl þó hann líti vel út, það þarf að eyða of mikið í hann.

Takk fyrir uppl. Alpina :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 04. Jul 2004 00:12 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 25. Apr 2003 07:11
Posts: 2674
Location: Reykjavík
:lol: :lol: :lol:

Íslendingur með SW111 syndromið

_________________
1990 Benz 250D W124


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 04. Jul 2004 06:14 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Benzari wrote:
:lol: :lol: :lol:

Íslendingur með SW111 syndromið

HAHAHAHHAHAOUOHOHOUOHAHHAHAHAHHAHHAHAH, jebb ;)

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 5 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 9 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group