Ef verið gæti að einhver sem les þessar línur hafi tekið framstykkið (sem grillið er í) af E36 325 1993 bílnum mínum þar sem hann stendur fyrir framan bílskúrinn minn í Breiðholti, Þá má sá hinn sami skila mér því aftur sér að meinalausu.
Þar sem bíllinn er búinn að standa þarna lengi er mögulegt að viðkomandi hafi í dómgreindarleysi talið slíkt í lagi.
Ég hef í lengri tíma verið að bíða eftir að fá M50B25 vél í hann og tókst það nú í haust þar sem ég keypti vél af Sæma.
Einnig fengi sá eða þeir þakklæti frá mér sem gætu gefið mér upplýsingar er snerta þetta mál. Framstykkið er grátt að lit og átti ég eftir að sprauta það í sama lit og bíllinn er.
|