Aron Andrew wrote:
Drifið liggur í götunni, subframe greinilega ryðgað undan
Hæpið. Þegar ég átti þennan bíl þá gaf fóðringin sig. Ég fékk notaða fóðringu frá Hákarlinum og þegar ég skipt um hana þá skoðaði ég þarna í kring og þetta leit ekkert illa út. Ætli notaða fóðringin hafi ekki bara gefið sig líka
Pantaði glænýja frá Mekkonomen þar sem þeir voru ódýrastir. Átti að vera komið mánudaginn eftir. Ætlaði að redda mér með notuðu fóðringunni þangað til þá. Síðan kom hún aldrei og þegar ég seldi bílinn var ég búinn að steingleyma þessu. Þeir voru BTW að panta frá Schmiedmann, sem ég hef rekið mig á að ef hlutirnir eru ekki til á lager hjá þeim, ekki panta frá þeim. Þá á maður von á margra mánaða bið til að fá að vita að þeir geta ekki fengið þetta.