slapi wrote:
Það er M62TU sem fær single vanos og síðan fær N62 dual vanos og valvetronic
N62 hafa verið rosalega misjafnir , sumir hafa bara keyrt og keyrt en aðrir ..... ekki. Hrikalega skemmtilegir mótorar , flott response , orka flott , eyða litlu og flott sound en það er eitthvað við þá sem gerir þá ekki að eins þéttum mótorum og M62TU. Ég verð að viðurkenna að N62 er bilanagjarnari en M62 og þá ekki bara í kringum Valvetronic kerfið en það er margir aðrir basic hlutir sem hafa verið að sýna að þeir eru ekki eins góðir og gamla stöffið.Oft dýrar viðgerðir en eins og ég segi þetta eru fleiri mánudagseintök en af M62.
M62 er samt ekkert stikkfrír viðhaldslega séð þó hann sé rosalega góður kjarnamótor er að vitaskuld viðhald í kringum hann sem snýr þá helst að olíuleka málum , ventlaloks/tímaloks pakkningar , sveifarásspakkdósir fram og afturúr ofl sem virðist oft vera standard að leki í þessum mótorum þegar þeir verða 8-12 ára gamlir og er oft dýrt að gera svona mótor lekafrían með öllu.
Annars myndi ég ekkert vera að pæla í þessu og meðaðvið hvað OP er að spá þá myndi ég fara í dísel bílinn hiklaust og þá sérstaklega E70 bílinn. Sá mótor er samasem viðhaldsfrír og hægt að láta tikka inn á hann endalaust og nóg af poweri.
Edit
Ég gleymi nátturulega að nefna minn uppáhaldsmótor , 3.0i M54 er besti mótor sem BMW hefur framleitt EVER , þó að eyðslu munurinn sé ekki nema 2 lítrar frá 8cyl bílnum þá er hægt að treysta 100% á þetta kram , geðveikir mótorar.
Úff þarna ertu kominn alveg fram úr mér

Er M62 sumsé gamli V8 mótorinn, t.d. 540 E39 og 4,4/4,6 E53, en N62 facelift E53 (4,4 og 4,8). Og í 545 E60 er kominn mótor sem heitir M60?
Ég á 530i E60, er hann með M54? Ef svo er, þá get ég verið sammála þér þar. Æðislega skemmtilegur mótor á alla vegu. En e.t.v. ekki alveg nóg fyrir X5

JKH