Góðan daginn,
Ég var að láta mér detta í hug að prófa þetta sniðuga efni í shadowline, en þar sem þetta er hvergi til á landinu svo ég best viti, hafði ég hugsað mér að panta þetta frá USA.
Ég ákvað að athuga hvort það væri eitthver áhugi hjá mönnum að taka saman pöntun á þessu?
Það væri einnig gaman að heyra hvort eitthver hér hafi reynslu af þessu.
Hér getið þið lesið ykkur til um þetta:
http://www.plastidip.com/Svona koma listarnir til með að líta út eftir nokkrar umferðir af plasti dip, snilldin við þetta efni er að það þolir merkilega mikið, og það er hægt að taka þetta af eftir á, ef eitthver skyldi vilja fara aftur í chrome lista sem dæmi.
