bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 19. May 2025 19:28

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 4 posts ] 
Author Message
 Post subject: bebecar
PostPosted: Tue 07. Jan 2003 00:13 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 07. Jan 2003 00:10
Posts: 1
Sæll............

Aðeins ein spurning. Ég hélt að þú værir löngu búinn að selja þína eðal bifreið. Svo var ég á rúntinum í vesturbænum áðan og sá hann fyrir utan hjá þér. Áttu hann enn????? Ef svo er þá óska ég þér til hamingju. Þessi bíll er dæmdur til að vera þín eign.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 07. Jan 2003 08:53 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Takk fyrir það, ég kaupi hann kannski bara aftur. Annað eins gæti gerst.

NEI, ég er búin að selja hann en sá sem kaupir hann getur ekki borgað mér í topp fyrr en eftir 21 dag, því er ég á bílnum á meðan eða þangað til hann er búin að borga hann í topp. Hann er hinsvegar búin að borga talsvert inná hann til að festa sér hann.

Hann fer á mjög góðan stað (bíllinn þ.e.a.s.).

Ég er búin að vera mjög þakklátur fyrir veðrið í vetur og ánægður með að geta notið síðustu dagana svona vel, eini gallinn við þetta veður er að hann er alltaf haugskítugur vegna nagladekkjanotkunnar borgarbúa (ég er að keyra að jafnaði 60-70 km innanbæjar á dag).

Maður þvær bílinn og eftir 20 kílómetra er hann orðinn jafnskítugur aftur - óþolandi.

Ég fæ annan bimma í staðinn, algjöran Harlem bíl en í toppstandi og mig hlakkar til að fá þann bíl.

Ég er líka byrjaður að skoða mögulega arftaka og setja saman áætlun til að kaupa annan M5, eða Porsche 911 ef svo ólíklega vill til að eiginkonan samþykki slíkann bíl sem aðalbíl.

Ég stefni á að vera kominn á samskonar bíl eftir 3-4 ár. Helst Touring M5 án sóllúgu eða sedan með sóllúgu. Jafnvel er ég mikið veikru fyrir E28 en þeir eru bara á uppleið í verði.

Sömuleiðis koma gamlir Alpina bílar vel til greina, það er t.d. einn B9 til sölu á mobile.de E28 boddí - væri vel til í slíkt tæki.

Það er fullt af pælingum í gangi hjá mér í sumar. Stefnan er reyndar að kaupa mótorhjól í sumar til að svala kraftþörfinni og ég veit ekki hvort það myndi breyta einhverjum áherslum hjá mér. Maður verður bara að sjá til.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 07. Jan 2003 12:42 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sat 26. Oct 2002 19:51
Posts: 185
já ég keyri líka um á svörtum bíl og þetta er ekki sá fyrsti :? á síðasta föst var hann þrifinn hálfa leið til helvs.. massaður, bónaður í tvígang, og allur sona skveraður eftir að hafa staðið vélarlaus útí garði í hálft ár.. (kominn í gang núna) síðan fær maður einhverja pest og bíllin fær þá bara að glansa úti á bílastæði.. en þegar ég kom út í morgun vara bara drulluhaugur á stæðinu!

þoli ekki sona færð meira segja 4runnerinn verður strax skítugur og hann er miklu ljósari..

nei vitiði ég lýg.. ég elska sona færð :D :P :lol: allt er betra en snjór hálka og kuldi

_________________
"Drive it like you stole it!"
Maxima Qx v6.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 07. Jan 2003 12:55 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Þetta hefur sýna kosti og galla.

En það hvílir ansi mikið á mér að hafa hann skítugann, ég verð half þunglyndur! En ekkert sem hægri fóturinn getur ekki lagað með smá þrýsting á rétta pedala!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 4 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 35 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group