bebecar wrote:
Og svona vegna þess að það er svo langt síðan ég gaf start... er það ekki bara plús á plús og mínus á mínus? Eða fer einn á jörð?
Eitt varðandi startið. Mér var á sínum tíma kennt að það væri öruggast að gera þetta í eftirfarandi röð til að minnka hættu á neistaflugi og látum:
1. Bílarnir mega ekki snertast!
2. Góði(
*) bíllinn þarf ekki að vera í gangi.
3. Tengja í plús (+) á góða bílnum.
4. Tengja það í plús (+) á dauða bílnum.
5. Tengja í mínus (-) á góða bílnum.
6. Tengja í jörð á dauða bílnum. Þ.e. finna góðan bolta í boddýið eða vélina.
Svo er þetta allt aftengt í öfugri röð.
Þetta hef ég einnig til staðfestingar séð í handbækum, bæði með bílum og í t.d. Haynes og Bentley.
Svo er auðvitað best að sjá til þess að það sé slökkt á öllu sem tekur rafmagn í dauða bílnum. Til dæmis útvarp, miðstöð, ljós o.s.frv. Athuga einnig eins og tilfelli Bebecars að geymarnir séu eins (XX Volt).
Eitthvað fleira sem ykkur dettur í hug? Það væri ekkert verra að hafa lýsingu á þessu í FAQ/SoS þegar við förum að koma því í gagnið.
(
*) Athugið að
góði bíllinn gæti jafnvel verið Toyota eða Lada í þessu tilfelli þó dauði Bimminn ykkar sé að öllu jöfnu betri.
