Hvernig er það með bílaauglýsingar, amk. hérna á spjallinu, að það er alger undantekning ef myndir fylgja með innan úr bílunum?
Er fólk eitthvað feimið eða er ég kannski sá eini sem finnst innra rýmið skipta jafnvel meira máli en að utan þar sem maður situr jú við stýrið og þarf að horfa á bílinn að innan mestallan tímann.

Myndir að innan geta svarað svo mörgum spurningum eins og hvernig áklæði er á sætum, hvernig listar eru í innréttingunni, breytingar eins og pedalar eða stýri, græjurnar sjást þá etv. (amk. hvort það sé orginal eða ekki) og margt fleira sem væri alveg tilvalið að láta fylgja með á myndum.
Reyndar finnst mér auglýsingarnar á spjallinu hafa batnað mjög mikið eftir að leiðbeiningarnar góðu voru póstaðar.