Mig grunar að hann hafi ekki selst, og sé í geymslu.
Ef einhvern vantar bíl til þess að gera upp og hljóta mikla ánægju og athygli að verki loknu, þá er þetta bíllinn.
Það er nefnileg ekkert gaman að leggja mikla vinnu í bíl, sem ekki er einusinni horft á á götu að verki loknu, þótt maður sé sjálfur ánægður. Sama vinna í sérstökum bíl eins og þessum skilar allt öðrum hlut.
Hann var kominn niður í 150 þús með hann ekkert verð. Kram gott, ryðbætingar langt á veg komnar, reyndar eftir að bæta innri frambrettin, það var á þessum bílum einna versti staðurinn.
Ég var búinn að taka minn í gegn að framan, en átti eftir afturpartinn þegar ég hætti að nota hann, m.a. vegna þess að drifið var að rífa skottbotninn úr bílnum.
Þetta eru einir sportlegustu gömlu Waffarnir, svo eru bara þrír á landinu, held ég. (minn er eldri, með annan framenda)
Síminn hjá eigandanum var (fluttur til Svíþjóðar) 895 7445 (Birgir)
Bíllinn heitir 2800CS.
Minn:
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=573