bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 21. May 2025 23:25

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 13 posts ] 
Author Message
PostPosted: Tue 11. Nov 2003 00:03 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
sælir, ég áhvað loksins að klára þetta þar sem nokkuð líflegar umræður sköpuðust um daginn um gömlu GT imprezuna, en ég er búinn að vera með þetta hálfskrifað síðan í águst að mig minnir.
Ég tek það sérstaklega fram að ég átti ekki imprezu þegar ég byrjaði á greinini og skrifa því sem hlutlaus aðili, sem ég geri reyndar enn.

Prufunarbílanir voru 2 stk 2003 WRX, annar með eldra útlitinu (Bugeye) og var hann prufaður síðastliðinn vetur bæði í snjó hálku og þurru, hinn bíllin er 2003 en eftir andlitslyftingu, auk þess sem hann er skráður einum 6hö afmeiri en sá eldri, prufunaraksturinn miðast að mestu leyti við þann bíl, en honum hef ég setið í og keyrt nokkur þúsund km, jafnt innanbæjar og utan,

ég get ekki neitað því að það fór dáldill firðingur um mig áður en ég sast undir stýri á glænýrri túrbo prezu, en ég hef skemmt mér konunglega á eldri bílunum. þegar maður sest inní wrx tekur maður strax eftir að "aksturstaðan" er mjög "sportleg", djúpur körfustóllin heldur vel við mann og stýri og mælar eru akkurat eins og best er á kosið þegar maður ætlar að keyra bíllin eins og 4wd turbo bíl, bíllin er þó mikið breyttur að innan frá GT bílnum, en furðulegt samt að þegar ég kom mér fyri undir stýri þá fann ég strax að ég var komin undir stýri á "turbo prezu", þó svo að wrx sé algerlega ný hönnun( frá gt þ.e.a.s).
bíllin er orðinn nokkuð stærri heldur en sá gamli og virðist nú nokkuð vandaðari að innan, eitt sem ég sakna þó eru hvítu mælarnir.
Maður situr mjög hátt í bílnum og er með hnén nánast í réttri stöðu, en það getur nú haft nokkuð mikið að segja þegar það er tekið aðeins á því til lengri tíma.

Þegar rennt er af stað koma ýmist prezu einkenni í ljós sem maður þekkti úr gamla bílnum, bíllin er allur sona nokkuð þunnur og greinilegt að það er ekki verið að sóa kílóunum í þykk hurðaspjöld og flr álíka, einnig er nokkuð veghljóð í bílnum nokkuð, en það er kannski fyrirgefanlegt þar sem bíllin er á 17" dekkjum, það sem kom mér mest á óvart er samt að bíllin er ekki hastur þrátt fyrir 17" dekk með 45 prófíl, hann étur upp allar ójöfnur átakalaust og skilar mjög littlum höggum til bílstjórans, meirasegja á möl, en bíllin er tvímælalaust einn sá allra skemmtilegasti sem ég hef prufað á möl,
fjöðrunin í bílnum er nokkuð lík finnst mér og sú í gamla bílnum, nema kannski að wrx inn virðist vera nokkuð auðveldari í akstri og fannst mér afturendin vera fastari við götuna en en á gamla bílnum, en það kemur bersýnilega í ljós að það fer töluvert meira afl til afturhjóla en fram, og leytast bíllin alltaf við að renna afturendanum aðeins til hliðar.

vélin í bílnum er eftir því sem ég best veit sú sama og í eldri bílunum,2.0l 4cyl boxer vél með túrbínu og intercooler, en fyrri wrx-inn sem ég ók var einmitt skráður 218hö eins og GT, nýrri wrx-inn er þó skr tæp 225hö, en ég get ekki sagt að ég hafi fundið neinn greinilegan mun á vinnslu bílana, eitt sem ég tók þó eftir með wrx-inn er að mér fannst hann ekki tosa jafn harkalega í mann í 1 og 2 gír eins og gt, en afturámóti vinna aðeins betur í 3 og 4 gír, og var ég alveg hissa hevrsu fljótur bíllin uppí annað hundraðið og vel uppúr því,
vinslan í bílnum er nokkuð skemtileg, maður byrjar að finna túrbínuna koma inn uppúr 2þús sn, kemur hún jafnt og þétt innúppúr því og í kringum 3500-4þús kemur þetta skemmtilega teygjubyssuupptak sem þessir sem og aðrir svipað uppsettir japanskir bílar eru þekktir fyrir.

stór kostur sem ég fann við wrx fram yfir forvera sinn er að bíllin kemur með "short shifter" orginal og finnst mér það mikil bót, einnig var ég mjög hrifinn af því í nýjasta wrx-inum að snúningsmælirinn er komin í miðjuna og hraðamælirinn komin útí horn,

Bíllin er ekkert aukabúnaðarbúnt, en hefur samt allt það helsta, eins og rafmagn í rúðum og speglum.útihitamælir, armpúða, 2 glasahladara, hæðastillingu á ljósum, og sona þetta venjulega sem þú finnur í bílum. sætin í bílnum eru í sérflokki, djúpir körfustólar með mjög fallegu isoflex áklæði og hönnuðir sætana hafa hitt að mínu mati hitt skemmtilega á að hafa þá mitt á mili þess að vera mjúka og harða, maður finnur fyrir mýkt, en samt er maður pikkfastur, einnig eru aftursætin mjög sportleg og enn einn plúsin fram yfir GT að núna er komin armpúði í miðjuna, en það finnst mér að ætti að vera í öllum bílum. bíllin er svartur að innan með parta sprautaða silvurgráa orginal, ég er þó ekki frá því að minni munur sé almennt á bílnum að innan og 2.0lgx en á gamla GT og 2.0lGL, wrx rétt eins og GT kemur orginal með stýri og gúrhnúa frá MOMO.

Niðurstaða? ég get ekki sagt annað en að hér sé á ferðini mjög skemmtileg græja sem hentar vel þeim aðstæðum sem við búum við, bíllin er mjög góður í hálku og möl, hefur skemmtilega vinnslu og frábæra aksturseiginleika. og að mínu mati mjög gott framhald af gamla bílnum, hann er orðinn aðeins stærri og þéttari heldur en sá gamli og maður sér mun betur í hvað peningarnir fóru í wrx að mér finnst,
Engu að síður er þessi bíll langt frá því að vera gallalaus, þeir sem leyta eftir stórum þægilegum drekumm eins t.d benz eða bmw eiga öruglega ekki mikið erindi í þennan bíl, en bíllin er jú grjótstífur, veg og umhverfishljóð eflaust yfir mörkunum á mörgum lúxusbílaköllunum og ekkie r hægt að segja að hann sé rúmgóður, bakið á körfustólunum er vel svert og bogið og verðandi aftursætisfarþegar skulu ekkert vera furða sig á því að sitja með þá í fanginu 8)

síðan er jú verðið, prófunarbíllin var að mig minnir á rúmar 3.4m takk fyrir, alls ekki lítill peningur, en ég er samt nokkuð viss um að þetta eru mikil performance fyrir þennan pening, auk þess sem þessi bíll er 4dyra og fjórhjóladrifinn og nýtist manni því líka sem hinn venjulegi bíll, líka á veturnar..

jæja.. ég held að ég láti þetta nægja,, kannski ekki jafn ýtarlegt og vandað og áætlað var, ég gerði þau mistök að lýta á klukkuna og sá að það er komið vel framyfir háttatíma :P

kv, íbbi

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Nov 2003 01:56 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
Frábær grein og flott framtak hjá þér íbbi :clap:

Djöfull langar mig í svona bíl.... Sá einn mjög flottan á bílasölu hjá Orka (grænn, alveg standard) Kom alveg fiðringur í mig þegar ég skoðaði hann.
En það verður ekkert á næstu árum :roll:

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Nov 2003 08:38 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Þrælfín grein og sama niðurstaða og ég komst að - ég tók einmitt eftir betra togi í WRX bílnum í þriðja og fjórða gír en í GT bílnum.

Til hamingju með bílinn :wink:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Nov 2003 10:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Flott grein, glæsilegt framtak

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Nov 2003 12:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Ég var að spá í að skrifa svona grein en ég hefði sennilegast verið talin of hlutdrægur sem fyrrum WRX eigandi.

Greinin er hinsvegar mjög góð, vel skrifuð of fordómalaus (framtíarefni í blaðamann??).

Niðurstaðan kemur mér ekkert á óvart. Þessi bíll er ein bestu kaupin á markaðnum.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Nov 2003 13:30 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 23. Oct 2002 11:33
Posts: 559
Location: Garðabær
Mjög góð grein, og gaman að lesa hana... :clap:

_________________
Gunnar Hans - Alltaf á löglegum hraða :twisted:
-BMW 318i E36 ´93 - Seldur...
-Honda Prelude 2,0 4th-Generation - Seldur...
-Honda Accord 2,0 EXE


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Nov 2003 16:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
kærar þakkir :D fyrir þá sem vilja vita þá er annar prufunabílana til sölu í sal I.H núna vínrauður. (bugeye)

ég ætlaði að kaupa mér wrx, en hélt að það væri kannski sniðugra að finna frekar góðan gt bíl enda munar miklu á verði, og þetta er nú sama tópakið sona inn við beinið 8) en ég er hinsvegar staðráðin í að kaupa mér wrx, bara hvenar sem það verður.

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Nov 2003 22:19 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Fri 20. Jun 2003 19:12
Posts: 113
Location: 104 Reykjavík
Hvers vegna finnst mér Subaru Impreza vera ekkert annað en vel markaðssettur fólksbíll í stað þessa súpersportara sem margir vilja meina að hann sé? :x


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Nov 2003 22:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
6sek 0-100 er nú vel umfram vel markaðssettur fólksbíll er það ekki?

You have to own one to believe one.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Nov 2003 22:41 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
góð grein dude..... ég bara beint uppí IH og kaupi mér prezu á morgun :lol:

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 12. Nov 2003 08:36 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Bíllin var einmitt ekki markaðsettur á þennan hátt. Þeir voru búnir að framleiða þennan bíl síðan 1994 ef ég man rétt - þegar Colin McRae vann heimsmeistaratitilinn þá uppgötvaði almúginn bílinn.

Fairytale!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 12. Nov 2003 20:11 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 04. Nov 2003 17:11
Posts: 9
Location: Keflavíkurborg
Já líst vel á þessa bíla. :P :P
Síðan er WRX-inn og GT-inn bílar sem voru framleiddir til þess að bæta ímynd Subaru. Þannig virkar markaðsetningin það er staðreynd.

_________________
WRX STI ´03 WR Blue.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 12. Nov 2003 22:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
ég myndi telja að þessir bílar hafi komist áfram á eigin verðleikum, þetta er engin supersportari, en það er svosum rétt að mjög margir virðast halda það. þá sérstaklega/aðalega lið af F&F kynslóðini,
ég fýla þessa bíla 50% vegna þess að þetta er bíll sem býður uppá mikla notkunamöguleika, hörkuduglegir í snjó.. alveg hissa hvað ég hef komist á mínum, síðan er fínt að sitja í þessu 4dyra, og síðan þegar maður vill leika sér þá er það líka hægt

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 13 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 21 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group