Ég skil þetta ekki, ég veit nú ekki mikið um málið þannig ég ætti ekki að blanda mér í það...
EN það sem ég hef að segja er að þegar ég er að leita mér að bíl, þá geri ég mörg tilboð, andstætt við fasteignabransann þá eru tilboð í bíla ekki bindandi, það má gera tilboð og svo hætta við það. Auðvitað er almenn kurteisi að svara símanum sínum en ef maður er hættur við tilboðið, eða búinn að missa áhugann á bílnum og nennir ekki að þræta við eigandann sem þarf að losna við bílinn, þá er óþarfi að svara þegar eigandinn hringir, það er ekkert bindandi sem maður hefur gert, bara einfalt tilboð...
Ég hef svolítið verið að skipta um bíla, og þegar ég er að selja bíl þá fær maður fullt af vitleysingjum í heimsókn sem vilja skoða, og gera tilboð og láta sig svo hverfa, þá er bara að bíta í hnúann og halda áfram að auglýsa og hugsa ekki um þetta, buisness er bara buisness....
Það þýðir ekki að verða reiður og brjálaður og rífa sig við einn eða neinn, bara gleyma þessu og
"feisa fram á við" 
_________________
Gunnar Hans - Alltaf á löglegum hraða
-BMW 318i E36 ´93 - Seldur...
-Honda Prelude 2,0 4th-Generation - Seldur...
-Honda Accord 2,0 EXE