snikkari wrote:
Ég hef verið að spá í BMW undanfarið, og sá einn 318 í Bílaþing Heklu.
Silfurgráan árg. 2000 ek. 65.000 bílnr. AH-536
Veit einhver eitthvað um þennan bíl ?
Er skynsamlegt að kaupa 1900cc ssk. bmw ?
Mig langar til að fá að vita hvað BMW mönnum finnst um þessa týpu.
Eirikur
Ég veit ekkert um þetta eintak en minn 318i '01 er til sölu og ég veit allt um hann enda eini eigandinn frá upphafi.
Snilldarbílar! Varðandi aflið þá er þetta auðvitað ekki nein spyrnugræja (118hö, 1320kg) en aksturseiginleikarnir eru virkilega góðir, svínliggur í beygjum og sjálfskiptingin nýtir aflið mjög vel, sérstaklega þegar þú ert búinn að keyra aðeins í Sport mode þá er hún mjög fljót að aðlaga sig breyttu aksturslagi.
Hér eru myndir og upplýsingar:
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=2325
Eyðslan er um 10L í blönduðum akstri en fer niður í 7L á milli Ak-Rvk.
Vertu endilega í sambandi ef þú vilt spá meira í þessu!