bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 19. May 2025 17:05

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 22 posts ]  Go to page Previous  1, 2
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Fri 06. Dec 2002 10:21 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Þetta er rafmagnskerfi, tveir rafstýrðir ventlar sem stýra þessum tvöföldu miðstöðvum, þeir eiga það til að bila, mjög óheppilegt ef það gerist á veturnar því þá vill oft verða mjög kalt í bílunum!! Oft dugir að taka stykkið í sundur og hreinsa það, í mínum bíl er þessu öfugt farið ég fæ bara heitt loft úr miðstöðinni en það stendur til bóta.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 06. Dec 2002 12:18 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Nov 2002 10:50
Posts: 199
Location: Njarðvík
Bjarki wrote:
Þetta er rafmagnskerfi, tveir rafstýrðir ventlar sem stýra þessum tvöföldu miðstöðvum, þeir eiga það til að bila, mjög óheppilegt ef það gerist á veturnar því þá vill oft verða mjög kalt í bílunum!! Oft dugir að taka stykkið í sundur og hreinsa það, í mínum bíl er þessu öfugt farið ég fæ bara heitt loft úr miðstöðinni en það stendur til bóta.

Láttu mig vita það, þetta er þannig farið hjá mér að það blæs bara heitu bílstjóra megin en bara köldu farþega megin, mjög pirrandi.
Ég fann smá upplýsingar um þetta hérna: http://www.homeofsbc.com/Fixes/Ins__Temp_/ins__temp_.html

_________________
Sævar
BMW 1987 E32 735i
Image
http://www.sinfest.net


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 06. Dec 2002 14:07 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Svalt að hafa VACUM takka sko!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 06. Dec 2002 14:21 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
saevar wrote:
Bjarki wrote:
Þetta er rafmagnskerfi, tveir rafstýrðir ventlar sem stýra þessum tvöföldu miðstöðvum, þeir eiga það til að bila, mjög óheppilegt ef það gerist á veturnar því þá vill oft verða mjög kalt í bílunum!! Oft dugir að taka stykkið í sundur og hreinsa það, í mínum bíl er þessu öfugt farið ég fæ bara heitt loft úr miðstöðinni en það stendur til bóta.

Láttu mig vita það, þetta er þannig farið hjá mér að það blæs bara heitu bílstjóra megin en bara köldu farþega megin, mjög pirrandi.
Ég fann smá upplýsingar um þetta hérna: http://www.homeofsbc.com/Fixes/Ins__Temp_/ins__temp_.html


Ertu með AC í bílnum? Ég er nefnilega ekki með loftkælingu bara svona gamalsdags skífur en þegar maður snýr þeim þá er maður ekki að stilla ventil heldur stillanlegt viðnám enda fara bara rafmagnssnúrur út úr control unitinu. Ástæðan fyrir því að ég spyr þig að þessu er sú að flest það sem maður les á erlendum síðum á við bíla með loftkælingu en flestir með loftkælingu í bílum af þessum stærðar og verðflokki.

Image

Ég ætla að prófa þetta:
http://www.bmwe34.net/e34main/Maintenance/Electrical/HeaterValve.htm
á mínum bíl og sjá hvort það breytir einhverju.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 06. Dec 2002 16:05 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Ertu viss um að þú sért ekki að stilla ákveðin hita... það er þannig í bílunum mínum að skífan er ekki bara beintengd inn á ventilinn sem stjórnar heita vatninu inn á miðstöðina. Heldur er hitaskynjari sem sér um að halda þeim hita sem þú hefur stillt á skífunni..

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 06. Dec 2002 16:30 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Já ég hef líka verið að pæla í því hvort hitamælirinn sé bilaður, en ef það er svona hitamælir í kerfinu þá er hann oftast í þessari einingu og þá er svona lítil rist á einingunni og svo vifta sem sogar loft inn til að fá rétt gildi á mælinn en þessi rist er ekki á mínu control uniti. En í öllu sem maður les um þessa bíla þá á kerfið að vera með afturvirkni þ.e. hitastýrt þannig að þetta er skrýtið. Það voru þrjú control unit sem komu í þessa bíla og tvö með svona snúningsskífum eitt frá Behr og annað frá Siemens ég er með þetta Siemens unit. Ég hef aldrei fundið neitt um það á netinu.
Hér er mynd af hinu og ristin:
Image

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 08. Dec 2002 18:43 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Wed 20. Nov 2002 23:38
Posts: 476
Location: Akureyri
Takk fyrir upplýsingarnar.

Númerin lagði ég sjálfur inn í okt. 2002, þau hafa verið inni á veturna undanfarið, held ég. Ég var aðeins eina viku á bílnum áður en ég lagði honum út í sveit, þannig að ég kemst ekki til að lesa á hann.

Hann er með vacuum tökkum, það heyrir maður greinilega en ég trúði því varla, hélt að vacuum væri varla nógu gott, en það er flott, allt gerist með lágu hvissi, meira að segja samlæsingarnar. Sá eldri sem er skráður 733 ´77, er með snúnum tökkum fyrir miðstöð, ekki nærri eins flott.

Hvort hann er raunverulega 732i eða 735i (sama vél einhver árin) eða eitthvað annað skiptir mig litlu máli, auðvitað hélt ég að ég væri að fá 735i eins og ég vildi og var að sækjast eftir.

Soggreinarnar eru eldri gerð. Myndir hef ég ekki tiltækar eins og er, varla fyrr en í vor, en myndir af eldri BMWunum mínum þarf ég að skanna inn og setja einhversstaðar á netið, til þess að geta vísað í þær.
Asnalegt að geta ekki sett þær inn beint úr tölvunni minni.

Kveðjur að norðan

_________________
2002 árg 1969 rip
2002 árg 1971 rallýbíll (læknabíllinn) rip?
2000CA árg 1968 í langtímahvíld.
735i árg 1980 seldur.
318i árg 1989 seldur.
540i árg 1996. Frábær vagn. Seldur.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 22 posts ]  Go to page Previous  1, 2

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 12 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group