Ég prófaði 2000 módel af 328 og '96 módel af 740 núna um helgina. Þristurinn var hjá B&L en sjöan á bílasölu upp á Höfða. Ég hafði prófað hvoruga týpuna áður svo ég vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast.
Þristurinn kom mér mjög á óvart, hann þræl vann og torkaði alveg svaðalega. Hann svínlá og mökk-spólaði ef honum var gefið hressilega inn. Gæti vel hugsað mér svona bíl.
Síðan prófaði ég sjöuna og ég var varla búinn að keyra hana af planinu þegar ég fann að þetta var lélegt eintak, vægast sagt. Það var löngu kominn tími á vélina og skiptingin var nú ekki alveg eins og hún átti að vera. Það brakaði í öllu, ljósin í skjánum á útvarpinu farin, stefnuljósarofinn fór ekki sjálfkrafa af eftir vinstri beygju og vélin grút máttlaus. Þessi reynsla varð til þess að ég skil betur nauðsyn þess að hugsað sé vel um bíla einnig sem ég kann betur að meta góð eintök.
Langaði bara að deila þessu með ykkur.
_________________ E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8
|