Það er ótrúlegur munur að vera með navigation kerfi. Stressið minnkar alveg rosalega þegar ekki þarf að hafa áhyggjur af því að taka t.d. vitlaust exit af hraðbrautinni eða finna leið út úr borgum. Sérstaklega ef ferðafélaginn getur ekki lesið á kortið á ferð (bílveiki).
Rerouting er líka snilldarfídus í mörgum leiðsögukerfum. Þá nemur kerfið merki sem eru send út um umferðarteppur og breytir leiðinni þannig að þú keyrir framhjá teppunni. Getur sparað rosalegan tíma en líka verið happa-glappa.
Varðandi ódýra og góða gistingu:
- Það er yfirleitt ódýrara að gista á gistiheimilum en hótelum (heitir Pension, Gasthof, Garni, o.fl.). Færð gott gistiheimili fyrir sama verð og lélegt hótel.
- Ég hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum með heimagistingu og oft mjög gaman að spjalla við húsráðendur. Venjulega er þá um að ræða vel búin herbergi í stærri einbýlishúsum. Herbergi með morgunmat oft á bilinu €40-70. Yfirleitt eru "Zimmer frei" skilti á þessum húsum ef til er laust herbergi á annað borð.
- Bændagisting er mjög skemmtilegur kostur. Tækifæri til að vakna við hanagal á morgnana og borða heimalagaðan kost í morgunmat. Fullt af þessu í austurrísku Ölpunum, t.d.
þetta.
Ég er a.m.k. löngu hættur að gista á hótelum nema nauðsyn krefji.
