Ég flutti bílinn minn inn í sumar og það sem ég gerði í
þýskalandi var að koma honum á svokölluð "Export Plates"
sem þýðir einfaldlega innflutnings númer. Þessi númer
gilda í rúma 15daga. Og svo er það bara að koma bílnum í norrænu innan 15 daga. Þú getur þá keyrt um á þessum númerum í bæði
þýskalandi, danmörku og í færeyjum. Svo þegar þú kemur
til Íslands þá þarftu að A: Skrá bílinn B: Borga tollinn C: Tryggja bílinn.
Þetta þarftu að gera allt á Seyðisfirði.
En hinsvegar þarftu fyrst að senda öll gögnin sem fylgdu bílnum,
þ.e.a.s. pappírana til Umferðarstofu svo að þeir geti búið til
númer á bílinn. Það er eiginlega best fyrir þig að senda þessi skjöl
í Þýskalandi, þessvegna með FedEx. En hinsvegar ef þú skildir
gleyma að gera það þá er kona þarna á Seyðisfirði sem gæti hugsanlega
reddað þér. En þú færð símanúmerið og heimilisfangið hjá konunni hjá
sýslumanninum á Seyðisfirði.
Held að þetta gengur svona fyrir sig, ég er með þetta svona 99% á hreinu, kannski gleymdi ég einhverju. En þá rifjast það upp fyrir mér:)
Ef þú hefur einhverjar spurningar þá ætti ég að geta svarað þér.
En annars, þá held ég að það sé sniðugast fyrir þig að senda skjölin
þ.e.a.s. eigendaskírteini bílsins og allt það í annaðhvort Hanstholm,
í Danmörku. Það er staðurinn sem Norræna siglir frá. Eða ljúka því af í
Álaborg. Ég mæli með að þú gerir það í Álaborg, ég lenti nefnilega í
veseni útaf því ég hafði ekki sent skjölin áður en ég fór.
Og það er líka gott að mæta alveg 2-3 tímum áður en þú átt að mæta
í Hanstholm:)
kv. Árni
