Elli Valur wrote:
Svo er það með reykingarnar...
Þetta er í sjálfu sér ekkert hitamál fyrir mál þannig að ég ætla nú ekki
að stofna til mikilla rökræðna um þetta mál, enda mun þessi þráður þá fljótt enda í skuggalegu horni á þessu spjalli sem heitir Off-Topic
Það eina sem ég vill gera athugasemd við er að þú talar um non-reykingafólk og reykingafólk eins og rétthent og örvhent fólk.
Talar um að það sé erfitt að fá ekki að reykja í flugvél, svipað og örvhentir kvarta stundum yfir að hlutir séu miðaðir við rétthenta, ekki örvhenta (eins og skæri eða eitthvað!).
En málið er það að þú fæðist örvhentur eða rétthentur (er það ekki annars?) en þú velur þér að reykja.
Ef það er svona hræðilega erfitt að reykja, þá væriru varla að því?
(*Edit)
Auðvitað væri samt langsamlega besta lausnin ef það væri einfaldlega útbúið nógu GOTT "reykingahorn", þ.e.a.s. samastað fyrir þá sem reykja sem væri nógu vel loftræstur til þess að non-smokerarnir fengju að borða sinn beikonborgara í reyklausu umhverfi á ameríska stílnum..
