bErio wrote:
Jæja ég var tekinn í fyrsta skipti ever af lögreglunni í dag.
Var á 101 á milli 2 bíla á 70 götu en hun pikkar mig út
Alltaf gaman að svonna "hressum" löggum.
Ég spurði hana hvort hún hefði pickað mig úr því ég væri á bmw "sportylookin" en hún varð bara eitthvað íll og sagði að það væri útaf því ég hafi verið að keyra hratt og eitthvað flefle sem er reyndar satt. Ætla ekkert að neita því ég var yfir löglegum hraða..
Eitthvað stór með þig þessi elska, leið eitthvað hálfílla örugglega í þessum mótorhjóladressi sínu.
Annars fínn gæi örugglega
En það fyndnasta er að þegar ég fór yfir skýrlsuna þá skrifaði hann "Litur : Grár - Tegund : BMW M3" haha ég hló og þakkaði gott hrós en sagði aða þetta væri bara 316 monster
Hvað er annars sektin fyrir 28 yfir hámarkshraða?
Ég er ekkert að finna þetta á netinu

101km/klst á 70 götu er væntanlega 50þ og 25% afláttur -> 37.500,- og líklega 2 punktar ef ég skil punktakerfið rétt.
Sjá nánar:
REGLUGERÐ 492/2007
um breytingu á reglugerð nr. 930/2006 um sektir og önnur viðurlög
vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim.
REGLUGERÐ 930/2006
um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum
og reglum settum samkvæmt þeim.
REGLUGERÐ 929/2006
um ökuferilsskrá og punktakerfi
vegna umferðarlagabrota.